top of page

Vordagar og skólaslit


Vorhátíð á Sólheimum 2. júní

Vorhátíð grunnskóladeildar Kerhólsskóla verður haldin miðvikudaginn 2. júní á Sólheimum í ár. Kl. 11 er nemendum boðið á leiksýninguna Árar, álfar og tröll og í framhaldi af því ætlar foreldrafélagið að grilla pylsur. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir í grillið kl. 12.


Hjólaferð og sundlaugarpartý 3. júní

Fimmtudaginn 3. júní fer grunnskólinn í sína árlegu hjólaferð, nemendur mega því gjarnan koma með hjól og hjálm í skólann þann dag. Skólabílarnir verða með kerrur til að taka hjólin með í skólann.

Þeir sem ætla að hjóla verða að vera með hjálm. Þeir sem ekki hjóla, ganga.


Þennan dag eru allir nemendur beðnir um að taka sundföt með í skólann því eftir hádegi verður sundlaugarpartý.


Skólaslit 4. júní

Hefðbundin skólaslit í Kerhólsskóla föstudaginn 4. júní

Árgangur 2013 útskrift úr leikskóladeild og skólaslit 1.-4. bekkur kl. 10

5.-10. bekkur skólaslit og útskrift 10. bekkjar kl. 11


Frístund verður opin fyrir systkini á meðan á skólaslitum stendur fyrir þá sem það vilja.

Frístundastarfsmenn taka á móti 5. bekk og eldri kl. 10.

Frístundastarfsmenn taka á móti 1.-4. bekk kl. 11.


Hver og einn ber ábyrgð á eigin sóttvörnum.


Með von um gott sumarfrí

Starfsmenn Kerhólsskóla

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page