Allar fréttir

Starfsdagur 4. september í grunnskóladeild og í frístund

Nú er skólastarfið farið á fullt þennan veturinn og allir að komast í sína rútínu. Til stóð að kennararnir færu á kennaraþing á fimmtudag og föstudag en þar sem kennaraþingið var fellt niður í ár verður hefðbundið skólastarf fimmtudaginn 3. september. Föstudaginn 4. september verður starfsdagur í grunnskólanum og í frístund þar að leiðandi verða engir nemendur í grunnskóladeild og í frístund. Fyrir hönd Kerhólsskóla Íris Gunnars ritari

Fjöruferð hundahóps

Í síðust viku vann hundahópur þemaverkefni um fjöruna í tengslum við áætlaða fjöruferð. Við tókum stöðuna á hugmyndum barnanna á því hvað við myndum hugsanlega finna í fjörunni og sjónum og hvað þyrfti að taka með sér. Börnin útbjuggu veggspjald þar sem þau máluðu sjó og fjöru og festu á það ljósmyndir af hlutum sem þau telja sig finna þar. Má þar nefna skeljar, kuðunga, krabba og gullkistu fjársjóð. Við héldum því á Stokkseyri föstudaginn 28. ágúst í fjársjóðsleit. Við lékum okkur í fjörunni, veiddum hornsíli, marflær og lifandi krabba og fundum allskonar fjársjóð sem við tókum með okkur aftur á leikskólann til nánari skoðunar. Við vorum einstaklega heppin þar sem börnin fundu gullkistu ful

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss