Verðlaun fyrir handrit
Í vetur gerðu nemendur miðstigs bók í takt við gömlu handritin þegar þau voru að læra um handrit í samfélagsfræði hjá Helgu og Alice. Nemendurnir fengu val um að senda handrit í Handritasamkeppni Árnastofnunar, Handritin til barnanna, sem gerð var í tilefni af því að 50 ár eru síðan fyrstu handritin komu heim frá Danmörku. Hátt í hundrað handrit bárust í keppnina. Dómnefnd sem skipuð var þeim Gísla Sigurðssyni, Arndísi Þórarinsdóttur og Goddi tók til starfa í byrjun apríl og