Allar fréttir

Öskudagurinn 2020

Öskudagurinn var haldin hátíðleg í skólanum eins og hefð er fyrir. Starfsfólk og nemendur komu í öskudagsbúningum í skólann öllum til ánægju og yndisauka. Skóladagurinn var hefðbundinn fram að hádegi en kl 12:30 fóru allir saman út í íþróttahús þar sem foreldrafélagið og nemendafélagið sáu um skemmtun. Þar var kötturinn sleginn úr tunnunni, farið í leiki og veitt voru verðlaun fyrir heimagerða og keypta búninga. Krakkarnir komu einnig við á skrifstofu sveitarfélagsins og sungu, ásamt því að syngja fyrir starfsfólk íþróttahússins. Á báðum stöðum fengu þau nammi að launum. Magnús Hlynur tók meðfylgjandi myndir á skemmtuninni, sem segja allt sem segja þarf um stemmingu dagsins, myndirnar tala s

Stórskemmtileg upplestrakeppni

Fimmtudaginn 13. febrúar fór fram stórskemmtileg upplestrakeppni á meðal nemenda í 7. bekk skólans en sigurvegarar keppninnar munu taka þátt í Stóru upplestrakeppninni, sem fer fram í Þjórsárskóla í Flóahreppi 3. mars. Fimm nemendur tóku þátt í keppninni eða þau Ingibjörg Elka, Ísold Assa, Katla Rún, Matthías Fossberg og Viðar Gauti. Skáld keppninnar voru þau Ævar Þór Benediktsson og Anna Sigrún Snorradóttir. Í fyrri umferðinni lásu krakkarnir úr verkum annars hvors höfundarins og í þeirri síðari fóru þau með ljóð, sem þau höfðu valið sjálf. Dómnefnd var skipuð þeim Elinborgu Sigurðardóttur, formanns Sambands sunnlenskra kvenna og þeim Lindu Sverrisdóttur og Steinari Sigurjónssyni, starfsfól

Vetrarfrí í grunnskólanum 17-18. febrúar

Góðan daginn. Vetrarfrí grunnskólans er næstkomandi mánudag og þriðjudag. Eins og síðustu ár hefur Gerður skipulagt fjölskylduskemmtun þessa daga. Endilega skoðið viðhengið til þess að fá frekari upplýsingar. Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg og Gerður

Haldið upp á Dag leikskólans 6. febrúar

Leikskóladeild hélt upp á Dag leikskólans fimmtudaginn 6. febrúar með því að bjóða bekkjum grunnskólans, sveitarstjórn og starfsfólkinu á skrifstofu Grímsnes og Grafningshrepps i heimsókn. Flæði var í gangi þar sem að hægt var að fylgjast með og taka þátt með börnunum í leik og starfi. Framtakið mæltist mjög vel fyrir og vakti mikla lukku. Grunnskóla börnin voru ekki búin að gleyma neinu frá sinni leikskólatíð og nutu sín í leiknum með leikskólabörnunum. Dagur leikskólans var nú haldinn í 13. sinn á Íslandi en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þan

Frábært námskeið í upplýsingatækni

Starfsmenn skólans sóttu vel heppnað upplýsingatækninámskeið í skólanum síðdegis 4. febrúar. Leiðbeinandi var Álfhildur Leifsdóttir, kennari við Ársskóla á Sauðárkróki. Yfirskrift námskeiðsins var „Tækni í kennslu, ávinningur og áskoranir“. Álfhildur koma víða við í erindi sínu og talaði um allar þær áskoranir sem upplýsingatæknin gefur í námi og starfi og hvatti starfsmenn til að nýta sér tæknina til náms. Það efli námsáhuga nemenda og efli sköpun, samvinnu og samskipti þeirra. Hún fjallaði líka um hvaða möguleika tækni í kennslu opnar, t.d. hvað varðar námserfiðleika, einstaklingsmiðað nám og ekki síst aukin tækifæri nemenda til að skapa og nýta styrkleika sína til fulls í náminu. Námskei

Fróðleg heimsókn í leikskólann Rauðhól

Starfsmenn leikskóladeildar brugðu sér til Reykjavíkur á starfsdegi skólans 3. febrúar og heimsóttu þar leikskólann Rauðhól, sem vinnur eftir hugmyndafræðinni um flæði. Heimsóknin tókst einstaklega vel og var fróðleg og skemmtileg. Rauðhóll er 10 deilda leikskóli með pláss fyrir 206 börn og á honum starfa yfir 50 starfsmenn. Starfstöðvar leikskólans eru þrjár. Á heimasíðu skólans kemur m.a. fram að Mihaly Csiksentmihalyi setti fram hugmyndafræði um flæði og bjó til hugtakið flæði (e. flow), enda kallaður faðir flæðis. Samkvæmt kenningum Mihaly er flæði þær stundir þegar við njótum okkar best. Einstaklingurinn er svo niðursokkinn í athöfn að ekkert annað kemst að, verkefnið á hug hans allan o

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss