top of page
Grænfáninn - Kynning

Grænfáninn - Kynning

Play Video

 

 

Kerhólsskóli er Grænfánaskóli og fékk fánann fyrst afhentan

vorið 2012. Skólinn hafði þá verið Skóli á grænni grein frá því

í apríl 2011. 

29. maí 2018 fékk Kerhólsskóli afhentan Grænfánann í þriðja sinn.
Í tilefni þess komu ættingjar Halldóru Jónsdóttir eða Dóru á

Stærri-Bæ, skóræktarkonu, að afhjúpa minnisvarða um hana.

16. september 2020 fékk Kerhólsskóli afhentan Grænfánann í

fjórða sinn.

Umhverfissáttmáli Kerhólsskóla

Í Kerhólsskóla leggjum við áherslu á að lifa í sátt við umhverfi okkar.

 • Við göngum vel um náttúruna

 • Við förum sparlega með auðlindir náttúrunnar, flokkum og endurnýtum, drögum úr mengun og förum sparlega með pappír, vatn og rafmagn.

 • Við viljum upplifa náttúruna og njóta hennar í leik og í starfi.

Hvernig göngum við vel um náttúruna?

 • Hirðum vel um skólalóðina okkar og skóginn, t.d. með því að hreinsa rusl reglulega, laga göngustíga og grisja tré.

 • Göngum vel um allan gróður, ræktum upp sár sem myndast á lóðinni eða í skóginum eða kurlum í þau.

 • Umgöngumst fugla og önnur dýr, stór og smá, af nærgætni og virðingu.

Hvernig förum við sparlega með auðlindir náttúrunnar?

 • Nýtum allan pappír vel og flokkum þann sem við ekki nýtum.

 • Skolum allar fernur og komum þeim í endurvinnslu.

 • Söfnum rafhlöðum sem ekki eru fjölnota og komum þeim á móttökustaði.

 • Flokkum plast og spilliefni og komum á móttökustaði.

 • Göngum vel um húsgögn og búnað skólans svo hann megi endast sem best.

 • Hvetjum þá sem geta, til þess að labba eða hjóla í skólann.

 • Hvetjum alla til þess að láta ekki bílvélar ganga að óþörfu.

 • Slökkvum ljósin þegar þeirra er ekki þörf og einnig á öðrum raftækjum þegar að þau eru ekki í notkun.

Hvernig viljum við upplifa náttúruna og njóta hennar í leik og í starfi?

 • Við leikum okkur mikið í móanum og skóginum.

 • Við lærum að njóta þess sem náttúran gefur af sér með því að vera úti, læra úti og sækja efni út í náttúruna.

 • Okkur finnst nánasta umhverfi skólans jafn mikilvægur hluti af skólanum eins og kennslustofurnar okkar og námsgögnin.

 • Við förum í vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra.

Grænfáninn

bottom of page