Allar fréttir

Hundahópur og 1. bekkur sóttu jólatré á Snæfoksstaði 17. desember

Hundahópur leikskóladeildar og 1. bekkur fóru á Snæfoksstaði og völdu jólatré fyrir skólann í gær þriðjudaginn 17. desember. Allir höfðu sína skoðun á tré sem ætti að velja en sem betur fer komust allir að samkomulagi fyrir rest og völdu stórt og fallegt tré sem við munum dansa í kring um á morgun 19. des á jólaballinu. Jólaballið hefst kl 13:30 í Félagsheimilinu á Borg og allir eru velkomnir. Jólasveinar munu kíkja við og dansa og syngja með okkur. Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg

Laus störf við Kerhólsskóla

Kerhólsskóli auglýsir stöðu deildarstjór leikskóladeildar og matráðs lausa frá og með áramótum. Hvet ykkur til þess að sækja um. Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg

Vel heppnað foreldrakaffi í leikskólanum

Foreldrakaffi var haldið í leikskóladeild skólans föstudaginn 6. desember. Foreldrar mættu þá með veitingar á veisluborðið og voru með börnum sínum á meðan kaffið stóð yfir. Börnin sungu þrjú jólalög og stemmingin var notaleg og skemmtileg þessa stund. Í leikskólanum eru tuttugu og sex börn á aldrinum eins árs til fimm ára. Hópar skólans skiptast í Músahóp, Kisuhóp og Hundahóp. Meðfylgjandi myndir voru teknar í foreldrakaffinu. Veitingarnar smökkuðust vel og tóku foreldrar og börnin vel til matar síns. Börnunum þótti gaman að fá foreldra eða aðstandendur sína í heimsókn. Mjög jólalegt er í leikskólanum, svo ekki sé talað um jólasnjóinn á trjánum úti. Mjög góð mæting var í foreldrakaffið, se

Skemmtileg jólaheimsókn á Sólheima

Það var skemmtileg heimsókn sem nemendur skólans fóru í miðvikudaginn 4. desember þegar haldið var á Sólheima og kveikt á jólatrénu þar í Grænu könnunni og dansað í kringum jólatréð. Áður en það gerðist sungu nemendur lög úr Ronju Ræningjadóttir, ásamt nokkrum jólalögum með kór Sólheima fyrir gesti. Þrír hressir jólasveinar mættu á staðinn og öllum var boðið upp á heitt kakó, piparkökur og annað góðgæti. Einstaklega góð og skemmtileg heimsókn þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Nemendur Kerhólsskóla sungu nokkur lög fyrir heimilismenn á Sólheimum úr Ronju Ræningjadóttir, leikritinu, sem var sýnt á árshátíðinni 21. nóvember síðastliðinn. Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður stjórn

Jólahurðakeppnin í Kerhólsskóla 2019

Mjög skemmtileg jólahurðasamkeppni fór fram í skólanum í síðustu viku þar sem nemendur leikskóla og grunnskóladeildar kepptust við að skreyta hurðir sínar og setja í jólabúning. Á föstudaginn var skipuð sérstök dómnefnd, sem gekk á milli hurða og valdi þrjár sem fallegustu hurðirnar fyrir jólin 2019. Þennan sama dag var kveikt á jólatrénu við skólann, glæsilegu grenitré, sem kemur frá Snæfoksstöðum. Gengið var í kringum tréð og jólalögin sungin. Það var elsti nemandi leikskóladeildar, Katla Jakobsdóttir, 5 ára og elsti nemandi grunnskóladeildar, Helga Laufey Rúnarsdóttir, 15 ára, sem kveiktu á jólatrénu. Dómnefndin að störfum, Ingibjörg sveitarstjóri, Linda á skrifstofunni og Hjörtur Hjartar

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss