top of page

Vel heppnað foreldrakaffi í leikskólanum

Foreldrakaffi var haldið í leikskóladeild skólans föstudaginn 6. desember. Foreldrar mættu þá með veitingar á veisluborðið og voru með börnum sínum á meðan kaffið stóð yfir. Börnin sungu þrjú jólalög og stemmingin var notaleg og skemmtileg þessa stund. Í leikskólanum eru tuttugu og sex börn á aldrinum eins árs til fimm ára. Hópar skólans skiptast í Músahóp, Kisuhóp og Hundahóp. Meðfylgjandi myndir voru teknar í foreldrakaffinu.

Veitingarnar smökkuðust vel og tóku foreldrar og börnin vel til matar síns.

Börnunum þótti gaman að fá foreldra eða aðstandendur sína í heimsókn.

Mjög jólalegt er í leikskólanum, svo ekki sé talað um jólasnjóinn á trjánum úti.

Mjög góð mæting var í foreldrakaffið, sem er skemmtilegur viðburður á aðventunni.

Prúðir piltar í leikskólanum.

Leikskólabörnin sungu þrjú jólalög í tilefni dagsins og uppskáru gott lófaklapp í staðinn.

Fyrir hönd leikskóladeildar Veiga Dögg og Magnús Hlynur

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page