Allar fréttir

Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn

Starfsmenn skólans sóttu fjögurra klukkustunda skyndihjálparnámskeið í skólanum síðdegis Miðvikudaginn 29. janúar þar sem fjallað var um helstu þætti skyndihjálpar. Kennari á námskeiðinu var Anna Margrét Magnúsdóttir, skyndihjálparleiðbeindandi og hjúkrunarfræðingur. Um bóklegt og verklegt námskeið var að ræða. Eins og flestir ef ekki allir vita þá er skyndihjálp sú aðstoð sem veitt er veikum eða slösuðum einstaklingi á meðan beðið er eftir frekari aðstoð. Sá sem kann fáein einföld undirstöðuatriði í skyndihjálp getur bjargað mannslífi eða komið í veg fyrir að hinn veiki eða slasaði verði fyrir varanlegum skaða. Meðfylgjandi myndir frá námskeiðinu , sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt tala

Skemmtilegur bóndadagur og góður þorramatur

Nemendur og starfsmenn skólans héldu upp á bóndadaginn föstudaginn 24. janúar saman. Margir mættu í lopapeysum í skólann og svo var spiluð félagsvist og þorralög sungin. Hápunktur dagsins var þorramaturinn í hádeginu þar sem boðið var upp á glæsilegt hlaðborð en þar var meðal annars hægt að fá hangikjöt, súra hrútspunga, sviðasultu, harðfisk, hákarl og fleira og fleira. Látið var vel af matnum og gengu allir saddir frá borðum. Þorrinn hefst alltaf á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við en sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Meðfylgjandi myndir voru teknar í þorramatnum. Andrés Terry Nilsen, matreiðslumeistari sá um að undirbúa þorramatinn og bera

Skemmtilegir smiðjudagar á unglingastiginu

Smiðjudagar voru haldnir í Kerhólsskóla dagana 9. og 10. janúar en þá bauð Kerhólsskóli nemendum í 8. til 10. bekk úr Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni í heimsókn til sín. Alls tóku 43 nemendur skólanna þriggja þátt í dögunum, sem tókust í alla staði frábærlega, þrátt fyrir leiðindaveður. Tilgangur smiðjudaganna er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa nemendum þar með kost á að hafa meira um val sitt að segja. Á dögunum fá nemendur því fjölbreyttari valfög en hægt væri að bjóða upp á inn í stundatöflu þeirra. Í ár var m.a. boðið upp á listasmiðju, danssmiðju, bogfimissmiðju, jógasmiðju og fleira og fleira. Einnig var Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingu

Gleðilegt nýtt ár

Um leið og starfsmenn og nemendur skólans óska öllum gleðilegs nýs árs þá hlakka allir til ársins 2020 í námi, starfi og leik. Skólinn hófst á nýju ári 3. janúar síðastliðinn. Nemendur leik- og grunnskóladeildar komu hressir í skólann eftir gott jólafrí. Sömu sögu er að segja um starfsmenn. Nokkrir nýir nemendur bættust í skólann um áramótin og bjóðum við þá sérstaklega velkomna. Nú eru um fimmtíu nemendur í grunnskóladeild og tæplega þrjátíu í leikskóladeild. Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg og Magnús hlynur.

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss