Allar fréttir

Starfsdagur leikskóladeildar 27. október

Þriðjudaginn 27. október verður starfsdagur leikskóladeildarinnar. Þann dag ætlar starfsfólkið á málstofu um leikinn sem haldin er af Félagi leikskólakennara og því verður leikskólinn lokaður fyrir börnin.

Haustsamtöl foreldra

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Kerhólsskóla. Nú fer senn að lýða að haustsamtölum foreldra, nemenda og kennara. Að þessu sinni verða samtöIin tekin í gegn um TEAMS fundarkerfið á netinu, þar sem Covid faraldur geisar um heiminn. Við ætlum að leggja okkar að mörgum til að sporna við smitum og bregðum þess vegna á þá leið að hitta ykkur á netinu. Kennarar senda á ykkur fundarboð með tímasetningu. Það sem báðir foreldrar þurfa að gera er að hlaða niður appinu sem fundirnir verða haldnir í. Það er hægt að sitja við eina tölvu eða síma, allri saman (pabbi, mamma, barn) og einnig er hægt að vera á sitt hvorum staðnum í sinni tölvunni eða símanum hver. Allt eftir því hvað hentar ykkur. Ef

Starfsdagur og vetrarfrí

Kæru foreldrar/forráðamenn Við minnum á frídaga nemendanna í þessari viku Miðvikudagur 14. október Starfsdagur grunnskólans – engir nemendur Fimmtudagur 15. október Vetrarfrí grunnskólans – lokað Föstudagur 16. október Vetrarfrí grunnskólans – lokað Með von um að nemendurnir fái ánægjulegt vetrarfrí Fyrir hönd Kerhólsskóla Íris Gunnars ritari

Hefðbundinn skóladagur fimmtudaginn 8. október

Kæru foreldrar, Viðbragðsteymi sveitarfélagsins fundaði fyrr í dag. Nú liggja niðurstöður fyrir úr sýnatöku starfsmanna sem settir voru í sóttkví á föstudaginn. Samkvæmt þeim hefur enginn starfsmaður reynst smitaður. Viðbragðsteymi sveitarfélagsins fagnar þessum niðurstöðum. Jafnframt verða þessar upplýsingar til þess að áður nefnd fyrirmæli um að starfsfólk og nemendur séu í smitgát falla úr gildi. Þar af leiðandi mun öll starfsemi sveitarfélagsins hefjast aftur fimmtudaginn 8. október með þeim takmörkunum sem hér má sjá: https://www.gogg.is/is/covid-19-upplysingar-i-grimsnes-og-grafningshreppi f.h. viðbragðsteymisins, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Með bestu kveðju, Ingibjörg Harðar

Kerhólsskóli, leik- og grunnskóladeild, LOKAÐUR mánudag, þriðjudag og miðvikudag nk.

Kæru foreldrar, Föstudaginn 2. október var viðbragðsteymi sveitarfélagsins virkjað vegna þess að einstaklingur smitaður af covid-19 kom í samfélagið okkar þriðjudaginn 29. september. Þið ættuð öll að hafa fengið tölvupóst þess efnis á föstudaginn. Viðbragðsteymið samanstendur af sveitarstjórn og umsjónarmanni fasteigna. Staðan er sú að 10 starfsmenn eru í sóttkví og verða það þar til þau fá út úr sýnatöku á miðvikudaginn. Út frá þeim upplýsingum hefur viðbragðsteymið tekið þá ákvörðun um að loka öllum stofnunum sveitarfélagsins til og með miðvikudeginum 7. október. Það þýðir að allt starf í leikskóladeild, grunnskóladeild og frístund fellur niður mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Staðan verð

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss