Vetrarfrí verður í grunnskólanum mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar. Lokað er í frístund þá daga. Grímsnes- og Grafningshreppur býður upp á skemmtilega dagskrá fyrir börn í sveitarfélaginu og er auglýsing þess efnis hér fyrir neðan. Vert er að taka það fram að nauðsynlegt er að skrá alla þá sem ætla á skauta (inn á svellið) í tölvupósti hjá gerdur@gogg.is Með von um góðar samverustundir í vetrarfríi, Kerhólsskóli
Öskudagur í grunnskóladeildinni: Öskudagur í leikskóladeildinni: Plakat frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Embætti landlæknis og Heimili og skóla:
Nemendur á elsta stigi skólans eru í Textíl en þar er m.a. kennt að prjóna og hekla, sem Guðrún Ása Kristleifsdóttir (Gása), kennari hefur m.a. umsjón með. Nemendurnir gátu valið um það hvort þau vildu læra að prjóna, hekla eða sauma en þau völdu öll að læra að prjóna eða hekla. Verkefni nemenda eru misjöfn, einn nemandi er t.d. að prjóna sér lopapeysu á meðan hin völdu að gera eyrnabönd, hárbönd eða hálskraga. Markmiðið er að nemendur verði búnir með verkefni sín í lok febr