Indíana Rós kynfræðingur með erindi fyrir foreldra og nemendur
Foreldrafélag Kerhólsskóla bauð uppá kynfræðslu fyrir nemendur 5.-10. bekkja og foreldra þeirra. Indíana Rós kynfræðingur kom til okkar og fengu nemendur fræðslu á skólatíma. Foreldrar fengu fræðslu um kvöldið og benti Indíana Rós foreldrum á gagnlegar síður til að skoða. Gagnlegar síður: Heilsuvera: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/kynheilbrigdi/ Kynstrin: kynstrin.is Ö til A: otila.is Ástráður: astradur.is RÚV Kynþroskinn: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kynthroskin