Nemendur heimsóttu Hjálparsveitina Tintron
Nemendur skólans úr leik og grunnskóla heimsóttu Hjálparsveitina Tintron á Borg miðvikudaginn 25. september þar sem formaður sveitarinnar, Jóhannes Þórólfur Guðmundsson tók á móti hópnum og kynnti starfsemina og svaraði fyrirspurnum. Fram kom hjá Jóhannesi að árið 2018 fór sveitin í 8 útköll en það sem af er árinu 2019 eru útköllin orðin 17. Tintron er með sérstaka unglingadeild, sem heitir Greipur og er rekin í sameiningu með Björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni og Björg