top of page

Nemendur heimsóttu Hjálparsveitina Tintron

Nemendur skólans úr leik og grunnskóla heimsóttu Hjálparsveitina Tintron á Borg miðvikudaginn 25. september þar sem formaður sveitarinnar, Jóhannes Þórólfur Guðmundsson tók á móti hópnum og kynnti starfsemina og svaraði fyrirspurnum. Fram kom hjá Jóhannesi að árið 2018 fór sveitin í 8 útköll en það sem af er árinu 2019 eru útköllin orðin 17. Tintron er með sérstaka unglingadeild, sem heitir Greipur og er rekin í sameiningu með Björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni og Björgunarsveitinni Biskup í Biskupstungum.Heimsóknin til Tintron var mjög fróðleg og skemmtileg og þakkar Kerhólsskóli kærlega fyrir frábærar móttökur.

Mynd 1: Unglingadeild Kerhólsskóla með þeim Jóhannesi Þór og Antoníu H. Guðmundsdóttir, sem eru systkini og bæði mjög öflug á áhugasöm um starfsemi sveitarinnar.

Mynd 2: Unglingarnir fengu að „leika“ sjúkling í börnum en þess má geta að Tintron er mjög vel tækjum búin björgunarsveit.

Mynd 3: Leikskóladeild fyrir utan Björgunarsveitahúsið.

Mynd 4: Þau fengu að skoða sig um húsið og prufa að fara upp í bátinn.

Mynd 5 : 1-5. bekkur fyrir utan Björgunarsveitahúsið ásamt Jóhannesi.

Mynd 6: Allir mjög áhugasamir um það sem Jóhannes fræddi þau um.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page