top of page

Rebekka Lind hlaut 1.000.000 króna styrk úr Hvatningarsjóði kennaranema

Rebekka Lind Guðmundsdóttir, kennari við Kerhólsskóla fékk föstudaginn 20. september styrk að fjárhæð 1.000.000 króna úr Hvatningarsjóði kennaranema. Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hefur það að markmiði að hvetja öfluga einstaklinga til þess að velja nám í menntavísindum og efla vitund um mikilvægi kennaranáms. „Styrkurinn mun reynast dýrmætur stuðningur við nám mitt og þá vegferð að verða góður kennari. Kennarastarfið hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú þar sem markmiðið er m.a. að mennta einstaklinga sem finna til samábyrgðar gagnvart umhverfi sínu og geta tekist á við þær áskoranir sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir í dag. Að efla umræðu og vitund um mikilvægi kennaranáms er mér hjartans mál og því er þetta framtak Kviku og Menntamálaráðuneytisins frábær hvatning“, segir Rebekka Lind, sem er núna í framhaldsnámi í kennslu náttúrugreina. Í vor lauk hún B.Ed. gráðu í grunnskólakennslu með áherslu á náttúrugreinar.

Kerhólsskóli óskar Rebekku Lind innilega til hamingju með styrkinn og óskar henni góðs gengis í sínu námi.

Lilja Alfreðsdóttir afhenti Rebekku Lind styrkinni við hátíðlega athöfn föstudaginn 20. september þar sem nokkrir aðrir tóku á móti styrkjum. Með þeim á myndinni er Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page