Allar fréttir

Skóla- frístunda- og íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4. maí

Tilkynnt hefur verið um afléttingu takmarkana á skólastarfi frá og með mánudeginum 4. maí nk. og nú hefur heilbrigðisráðuneyti birt auglýsingu þar sem nánar er fjallað um útfærslu þess og áhrif á mismunandi skólastig. Hér má sjá allt það helsta úr auglýsingunni. Þegar takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi verður starf leik- og grunnskóla með hefðbundnum hætti og nemendur í framhalds- og háskólum mega á ný mæta í sínar skólabyggingar. Áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólum, sem og annars staðar, og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit. Neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 er áfram í gildi. • Leikskólar munu starfa með hefðbundnum hætti frá og með

Skólastarf með eðlilegum hætti frá 4. maí

Fyrirkomulag skólastarfs og annarloka á öllum skólastigum í vor var til umfjöllunar á samráðsfundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra með fulltrúum skólasamfélagsins í vikunni. Í samráðshópnum eru lykilaðilar í menntakerfinu sem fundað hefur reglulega síðustu vikur eru m.a. fulltrúar leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, framhaldsfræðslu, skólastjórnenda, sveitarfélaga, kennaraforystunnar og nemenda. Aflétting takmarkana á skólastarfi var kynnt á blaðamannafundi en þar kom fram að ákveðið sé að skólastarf í leik- og grunnskólum verði með eðlilegum hætti frá og með 4. maí nk. og þá verði einnig heimilt að opna framhalds- og háskólabyggingar að nýju sem og aðstöðu framhalds

Gleðilega páska

Starfsfólk og nemendur óska öllum gleðilegra páska og vona að allir njóti páskana heima með sínu fólki og ferðist innanhúss. Skipulag á takmörkuðu skólastarfi hefur gengið ótrúlega vel þar sem nemendur og starfsmenn eru að standa sig með mikilli prýði. Nú er ljóst að áframhald verði á takmörkuðu skólastarfi til 4. maí 2020 nema einhver óvænt tilmæli komi frá yfirvöldum þess efnis að við þurfum að breyta einhverju varðandi mætingu starfsfólks og nemenda og námi og kennslu. Skólinn hefst að loknu páskafríi þriðjudaginn 14. apríl þegar fyrri hópur skólans mættir til starfa, sá síðari mætir miðvikudaginn 15. apríl. Sérstök athygli er vakin á því að starfsdagur verður föstudaginn 24. apríl.

Sömdu leikrit um kórónaveiruna

Það er ekki bara fullorðna fólkið sem hugsar um kórónaveirunna og hefur áhyggjur af henni og hvað gerðist næstu misserin með veiruna. Börn og unglingar hugsa líka um afleiðingar Covid-19 og spá og spekúlerar um allt það helsta sem við kemur veirunni, auk þess að heyra fullorðna fólkið tala um veikina. Fjórar stelpur í 4. bekk tóku sig til í gær og sömdu leikrit um kórónuveiruna og frumfluttu það í dag á sviðinu í félagsheimilinu Borg. Allar stóðu sig með mikilli prýði og þótti áhorfendum leikritið mjög skemmtilegt þó undirtón þess hafi verið alvarlegur eins og Covid-19 er. Höfundar og leikrar verksins voru þær Mathdia Amiri, Sigurrós Bolladóttir, Karólína Waagfjörð og Thelma Sif Jóhannesdótt

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss