Allar fréttir

Heimsókn í Björk og Þrastaskóg

Nemendur grunnskóladeildar Kerhólsskóla gerðu sérð lítið fyrir miðvikudaginn 3. júní og hjóluðu frá skólanum að Björk þar sem Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri og hennar maður tóku á móti hópnum. Krakkarnir fengu að skoða hestana og hlaupa um í sveitinni, auk þess sem boðið var upp á djús og kex. Heimsóknin tókst einstaklega vel og þakkar skólinn fyrir frábærar móttökur. Eftir að það var búið að hjóla heim aftur var haldið í Þrastaskóg þar sem foreldrafélag skólans sá um að grilla pylsur og bjóða upp á drykki til að skola þeim niður. Einnig var farið í nokkra leiki á flötinni. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel enda veður með allra besta móti og allir komnir í sumarskap. Meðfylgjandi my

Fimm nemendur útskrifaðir úr 10. bekk og 10 úr leikskólanum

Það var hátíðleg stund í félagsheimilinu Borg fimmtudaginn 4. júní þar sem útskrift úr Kerhólsskóla fór fram. Fyrst voru 10 nemendur útskrifaðir úr leikskóladeild og svo voru 5 nemendur útskrifaðir úr 10.bekk. Allir nemendur skólans fengu líka afhentan vitnisburð fyrir veturinn. Að lokum var boðið upp á kaffiveitingar. Fram kom í máli Jónu Bjargar Jónsdóttur, skólastjóra að veturinn hafi verið skrýtin vegna slæms tíðarfars og vegna Covid-19. Þrátt fyrir það hafi nemendur og starfsmenn staðið sig frábærlega vel við að halda skólastarfinu gangandi og allir hafi leyst sín verkefni með bros á vör. Nemendurnir fimm kátir og hressir eftir að hafa lokið grunnskólanámi við Kerhólsskóla. Þetta eru þ

Gengið á Miðfell

Nemendur grunnskóladeildar og nokkrir starfsmenn skólans brugðu undir sig betri fætinum þriðjudaginn 2. júní og gengu á Miðfell í Hrunamannahreppi. Upp á fellinu er vatn, sem hægt er að ganga í kringum. Mjög gott útsýni er á toppnum yfir fjall- og flatlendi Suðurlands. Jarlhettur og Langjökull sjást í fjarska og Bláfell litlur lengra. Leiðin er stikuð upp fjallið og nokkuð auðveld yfirferðar. Gangan tókst í alla staði vel og komu allir ánægðir heim í skólann sinn að henni lokinni. Rebekka Lind Guðmundsdóttir, Veiga Dögg Magnúsdóttir og Íris Anna Steinarrsdóttir tóku meðfylgjandi myndir í ferðinni.

Skólaslit 2020 Yngri og eldri

Leikskólaútskrift og 1.- 4. bekkur 4. júní kl. 10.00 Dagskrá Ávarp skólastjóra. Atriði frá 4. bekk með sem þau ætluðu að flytja á litlu upplestrarkeppninni (sem var ekki vegna covid) Afhending vitnisburðar 1.-4. Bekk Útskrift elstu barna í leikskóladeild og boðin velkomin í grunnskóladeildina. Útskrift 10. bekkjar og 5. - 9.bekkur 4. júní kl. 11.00 Dagskrá Ávarp skólastjóra. Afhending vitnisburðar 5.-9. bekkur Útskrift 10. bekkjar

Vatnið í sveitinni okkar

Nemendur hafa unnið áhugavert verkefni á síðustu vikum í útinámstímum hjá Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur, íþróttakennara. Unnið var í stöðvavinnu um vötnin í Grímsnes og Grafningshreppi. Ástæðan fyrir því að vötnin voru valin er þemavinna nemenda í Grænfánaverkefni skólans. Nemendurnir voru í aldurblönduðum hópum frá elsta árgangi í leikskóla og upp í 10.bekk. „Eftir að hafa skoðað kort af sveitarfélaginu og sé bæði hvar vatnið rennur og rætt aðeins um það hvernig vatn er hvar, var eitt vatn eða á valið og verkefnunum skipt á nemendur eftir aldri og getu. Finna átti upplýsingar um vatnið eða ána, finna myndir á netinu og teikna myndir. Margir nemendur höfðu mjög gaman af þessu og þá sérstakl

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss