top of page

Gengið á Miðfell

Nemendur grunnskóladeildar og nokkrir starfsmenn skólans brugðu undir sig betri fætinum þriðjudaginn 2. júní og gengu á Miðfell í Hrunamannahreppi. Upp á fellinu er vatn, sem hægt er að ganga í kringum. Mjög gott útsýni er á toppnum yfir fjall- og flatlendi Suðurlands. Jarlhettur og Langjökull sjást í fjarska og Bláfell litlur lengra.

Leiðin er stikuð upp fjallið og nokkuð auðveld yfirferðar. Gangan tókst í alla staði vel og komu allir ánægðir heim í skólann sinn að henni lokinni. Rebekka Lind Guðmundsdóttir, Veiga Dögg Magnúsdóttir og Íris Anna Steinarrsdóttir tóku meðfylgjandi myndir í ferðinni.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page