Allar fréttir

Lambaferð leikskólans í Miðengi

Hunda og kisuhópur leikskólans fóru í lambaferð í Miðengi miðvikudaginn 27. maí, 16 börn og 7 starfsmenn. Guðni Reynir, bóndi tók á móti hópnum í fjárhúsinu og nautahúsinu en bændurnir Halldór og Sandra tóku á móti hópnum í hesthúsinu og í skemmunni þar sem farið í leiki. Að lokum var nesti borðað í kaffistofunni. Ferðin tókst í alla staði mjög vel, móttökurnar frábærar og höfðu börnin og starfsmenn gaman af því að sjá nýfædd lömb, mæður þeirra, nautin, hesta og folöldin. Eitt naut vakti þó sérstaka athygli því það var ekki mjög hrifið af heimsókninni, baulaði mikið og losaði járn í stíunni sinni, sem það var að stanga. Allt fór þó vel, börnin höfðu gaman af uppátækinu og nautið sættist smát

Gaf leikskólanum prjónuð dúkkuföt

Rut Guðmundsdóttir, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Borg kom færandi hendi til leikskóladeildar Kerhólsskóla þriðjudaginn 13. maí þegar hún afhenti leikskólanum að gjöf fullan poka af dúkkufötum, sem hún hefur prjónað á síðustu mánuðum. Fjölbreytt úrval af fötum var í pokanum, sem eru strax farið að vekja mikla lukku hjá leikskólabörnunum. Starfsfólk leikskólans þakkar Rut heilshugar fyrir þessa frábæru gjöf. Á myndinni er hún (t.v.), ásamt Sigríði Þorbjörnsdóttur, deildarstjóra leikskólans þegar afhending fór fram, ásamt þremur leikskólabörnum. Einnig er mynd af hluta af fötunum sem Rut prjónaði.

Fengu hjálma að gjöf frá Kiwanis

Nemendur 1. bekkjar fengu í dag gefins reiðhjólahjálma frá Kiwanis á Íslandi en þetta er 11 árið sem öllum 1.bekkingum landsins er afhentur hjálmur. Þetta eru um 45.000 hjálmar sem afhentar hafa verið á landsvísu og 50.000 að meðtöldum hjálmunum, sem einstakir klúbbar afhentu áður. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum í 1.bekk reiðhjólahjálma og bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Eimskip er samstarfsaðili Kiwans í verkefninu, sem kallast „Hjálmaævintýri Kiwanis“. Nemendur Kerhólsskóla þakka fyrir sig og ætla að alltaf að hafa hjálm á höfðinu þegar þau hjóla út

Fagnaðarfundur þegar allir mættu aftur í skólann

Á miðnætti aðfaranótt 4. maí tóku gildi nýjar reglur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum. Fjöldamörk hafa verið hækkuð úr 20 í 50 manns, takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum hafa verið felldar niður og sömuleiðis vegna íþróttaiðkunar og æskulýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri. Áfram gildir reglan um tveggja metra nálægðartakmörk hjá fullorðnum og gæta þarf að hreinlæti og sóttvörnum líkt og áður. Fagnaðarfundir voru á meðal nemenda og starfsmanna Kerhólsskóla þegar allir hittust á ný í morgun eftir nokkra vikna hlé þvi hópnum var skipt upp vegna kórónuveirunnar. Eftir ljúffengan hádegismat var öllum boðið upp á ís til að fagna því að allir eru komnir á saman

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss