Vel heppnuð þemavika
Fyrr í apríl var þemavika í grunnskóladeildinni. Þemað að þessu sinni var Harry Potter og breyttum við skólanum í Hogwarts - skóla galdra og seiða. Nemendur fengu uglupóst í foreldrasamtölum rúmri viku áður en þemavikan hófst þar sem nemendum var tilkynnt að þau hefðu hlotið skólavist í Hogwarts. Nemendum og kennurum var skipt niður á heimavistirnar fjórar, Ravenclaw, Hufflepuff, Slytherin og Gryffindor. Dagarnir byrjuðu á heimavistunum þar sem nemendur unnu að ýmsum verkefnu