Allar fréttir

Skólastarf næstu tvær vikurnar

Kæru foreldrar/forráðmenn Nú erum við hér í Kerhólskóla búin að skipuleggja skólastarfið eins og við sjáum það fyrir okkur næstu tvær vikur það er fram að páskafríi. Við gerum okkar besta til að fara eftir því sem okkur er uppálagt af yfirvöldum v. COVID-19 veirunnar. Breytingin frá þessari viku sem er að líða er sú að nú koma allir nemendur annan hvern dag í skólann næstu tvær vikur og eru því tvo daga aðra vikuna en þrjá daga hina vikuna. Unglingarnir í 8.-10. bekk eiga að ganga inn um inngang sveitastjórnarskrifstofunnar. Af því að þeirra eina stofa á þessum tíma er náttúrufræðistofan. Allir nemendur mæta sem hér segir. 1. bekkur og 3.-4. bekkur og 8.-10. bekkur mæta þriðjudaginn 24.m

Skólastarf raskast.

Skólastarf mun ekki vera með hefðbundnum hætti hjá okkur í Kerhólsskóla á meðan á samkomubanni stendur. Við höfum því skipt nemendum grunnskólan í þrjá hópa ásamt starfsfólki og leikskóla í tvo hópa. Skipulag næstu daga í grunnskóladeild : Mánudagur og fimmtudagur munu 2.bekkur og 5.-7.bekkur vera ásamt kennurum og starfsfólki sem vinna með þeim. Þriðjudagur og föstudagur verða 1.bekkur og 3.-4.bekkur starfsfólki sem vinna með þeim. Miðvikudagur verða 8.-10.bekkur ásamt starfsfólki. Skipulag leikskóladeildar: Þriðjudagurinn 17.mars og fimmtudagur 19.mars mætir annar hópurinn Miðvikudagurinn 18.mars og föstudagur 20.mars mætir hinn hópurinn Við í 1.bekk og 3.-4. bekk áttum góðan dag þrátt

Ísold Assa varð í öðru sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Árnesþingi 2020 var haldin í Árnesi þriðjudaginn 3. mars en gestgjafi keppninnar í ár var Þjórsárskóli. Keppnin er samstarfsverkefni Radda, sem eru samtök um vandaðan upplestur og framsögn og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Tveir keppendur kepptu frá sex skólum eða tólf nemendur. Skólarnir eru; Bláskógaskógaskóli Laugarvatni, Bláskógaskóli, Reykholti, Flóaskóli, Flúðaskóli, Kerhólsskóli og Þjórsárskóli. Ísold Assa Guðmundsdóttir, nemandi í 7. bekk Kerhólsskóla stóð sig frábærlega en hún endaði í öðru sæti. Matthías Fossberg Matthíasson, keppti líka fyrir hönd skólans og stóð sig mjög vel. Úrslitin keppninnar urðu annars þannig að í fyrsta sæti

Komu sveitarstjóranum á óvart

Nokkrir nemendur skólans, sem eru í frístund komu Ingibjörgu Harðardóttur, eða Ingu eins og hún er alltaf kölluð á óvart þegar þeir mættu á skrifstofuna til hennar mánudaginn 2. mars en þann dag átti hún afmæli. Krakkarnir höfðu skrifað afmæliskveðja á blað handa henni og skreytt með myndum, sem þau færðu sveitarstjórnum, auk þess að syngja afmælissönginn. Uppátkið vakti lukku á meðal starfsmanna skrifstofunnar og ekki síst afmælisbarni dagsins, sem hrósaði krökkunum í hástert fyrir framtakið. Á annari myndinni er Inga að taka á móti gjöfinni frá krökkunum og á hinni má sjá textann og myndirnar, sem skrifað var á blaðið í tilefni af afmælinu. Fyrir hönd Kerhólsskóla Magnús Hlynur og Veiga D

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss