Allar fréttir

Niðurfelling leikskólagjalda samþykkt nýti foreldrar ekki þjónustu milli jóla og nýárs og í dymbilvi

Samþykkt hefur verið að foreldrar fái niðurfellingu leikskólagjalda nýti þeir ekki þjónustuna á milli jóla og nýárs og í dymbilviku.(páskavikuna) Til að fá niðurfellingu þurfa foreldrar að sækja um eigi síðar en 1. desember 2019 vegna daganna milli jóla og nýárs og fyrir 13. mars 2020 vegna dymbilviku á þar til gerð eyðublöð sem hægt er að finna á heimasíðu undir Eyðublöð og umsóknir. Með þessu er verið að hugsa um að foreldrar og börn geti fengið að njóta þess að verja meiri tíma saman á þessum frídögum og hvetjum við sem flesta til þess að nýta sér þetta. Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg

Vetrarfrí 28. og 29. október

Vetrarfrí Kerhólsskóla verður mánudaginn 28. október og þriðjudaginn 29. Október 2019. Starfsdagur verður miðvikudaginn 30. október. Skólastarf hefst svo samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 31. október þar sem nemendur og starfsmenn koma endurnærðir til starfa eftir gott frí. Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss