top of page

K E R H Ó L S S K Ó L I
Allar fréttir




Gjaldskrá breytist um áramót 2020
Sveitarstjórn tók fyrir á fundi sínum í síðustu viku allar gjaldskrár sveitarfélagsins og veður gjaldskrá dagvistunargjalda, frístundar og mötuneytis eftirfarandi: Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla: 4 klst. vistun 7.080 kr. 4,5 klst. vistun 7.965 kr. 5 klst. vistun 8.850 kr. 5,5 klst. vistun 9.735 kr. 6 klst. vistun 10.620 kr. 6,5 klst. vistun 12.005 kr. 7 klst.


Frábær árshátíð með Ronju Ræningjadóttur í fararbroddi
Árshátíð skólans var haldinn fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 17:00 í salnum í Félagsheimilinu á Borg. Á annað hundrað manns mættu á hátíðina, sem tókst frábærlega. Leikritið um Ronju Ræningjadóttur var sýnt þar sem allir nemendur tóku þátt í uppfærslunni. Lófaklappið ætlaði aldrei að hætta eftir sýninguna og voru krakkarnir klappaðir upp, svo mikil var ánægjan með leikritið. Eftir sýninguna var slegið upp hlaðborði af veisluföngum og drykkjum þar sem allir nutu samverunnar


Dagur Íslenskrar tungu 2019 í Kerhólsskóla
Kerhólsskóli mun að sjálfsögðu halda upp á dag íslenskrar tungu, sem er laugardaginn 16. nóvember. Það sem daginn ber upp á helgi í ár og frí í skólanum þá verður haldið upp á daginn föstudaginn 15. nóvember á milli klukkan 11:00 og 12:00 í Félagsheimilinu Borg. Boðið verður upp á söng, ljóðalestur og sögulestur. Foreldrar og eða forráðamenn barna í skólanum eru boðnir hjartanlega velkomnir á Borg þennan dag, ásamt eldri borgurum til að hlusta á nemendur flytja dagskrá dagsin


Pétur og Úlfurinn 7.11.2019 í boði Foreldrafélagsins
Foreldrafélag Kerhólsskóla bauð upp á leikskýninguna um Pétur og Úlfinn og skemmtu allir sér konunglega. Takk kærlega fyrir okkur Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg


Nemendaþing, skólaráðsfundur og ísveisla
Það hefur verið nóg að gerast síðustu daga í Kerhólsskóla þegar nemendur og framtíð þeirra er skoðuð því nýlega var haldið nemendaþing að ósk Fræðslunefndar í tengslum við gerð nýrrar skólastefnu Sveitarfélagsins, þá opinn skólaráðfundur og að síðustu var haldið upp á fundarhöldin með ísveislu í matsal skólans. Á nemendaþinginu komu nemendur, kennarar og starfsmenn sveitarfélagsins saman og fóru yfir helstu áherslu atriðið í skólastarfinu, ásamt því að ræða það sem betur mætt
bottom of page