top of page

Frábær árshátíð með Ronju Ræningjadóttur í fararbroddi

Árshátíð skólans var haldinn fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 17:00 í salnum í Félagsheimilinu á Borg. Á annað hundrað manns mættu á hátíðina, sem tókst frábærlega. Leikritið um Ronju Ræningjadóttur var sýnt þar sem allir nemendur tóku þátt í uppfærslunni. Lófaklappið ætlaði aldrei að hætta eftir sýninguna og voru krakkarnir klappaðir upp, svo mikil var ánægjan með leikritið. Eftir sýninguna var slegið upp hlaðborði af veisluföngum og drykkjum þar sem allir nutu samverunnar og fóru saddir og sælir heim. Nemendur og starfsfólk unnu mikla vinnu við að æfa leikritið og koma því upp og var niðurstaðan frábær uppfærsla þar sem allir stóðu sig 100% og miklu meira en það. Meðfylgjandi eru nokkrar ljósmyndir frá sýningunni og undirbúningi hennar.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Veiga Dögg og Magnús Hlynur

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page