top of page

Vika sex

Í síðastliðinni viku var grunnskóladeildin í Kerhólsskóla með kynfræðslu í tilefni af viku6 sem er árleg vika tileinkuð kynheilbrigði.


Fræðslan var sniðin að aldri og þroska hvers hóps og voru bækur sem tengdust efninu settar í körfur fyrir nemendurna til að skoða/lesa.




Nemendum gafst kostur á að setja nafnlausar spurningar í kassa sem kennari gæti svarað í kennslu.



Við bendum á fræðslu þessu tengdu á https://reykjavik.is/vika-6



Tekið af reykjavik.is/vika-6:

Samkvæmt fræðslulögum eiga öll börn að fá kynfræðslu á öllum skólastigum. Með því að veita góða kynfræðslu erum við:

  • Að þjálfa börn og unglinga í að koma auga á og virða sín eigin mörk og mörk annarra. Að þau átti sig á að hver einstaklingur er einstakur og mörk fólks geta verið misjöfn.

  • Að auka þekkingu barna og unglinga varðandi kyn, kynvitund og kynhneigð, líkama, tilfinningar, réttindi, samskipti og kynheilbrigði.

  • Að efla sjálfsmynd barna og unglinga og þjálfa þau í gagnrýnni hugsun. Að efla þau í að taka ákvarðanir sem valda þeim og öðrum vellíðan en ekki skaða.

  • Að gera börn og unglinga meðvituð um kynheilsu sína og hvetja þau til að velja og hafna út frá sínum eigin forsendum en með virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi að leiðarljósi.



Reykjavíkurborg gefur út nýtt veggspjald fyrir viku6 á hverju ári og í ár var veggspjaldið „Kynlíf og menning“



Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page