Gjöf frá foreldrafélaginu
Á dögunum fékk leikskóladeildin afhenta gjöf frá Foreldrafélagi Kerhólsskóla. Leikskóladeildin fékk afhentan hólk fyrir ærslaherbergið. Hólkinn geta börnin til dæmis skriðið í gegnum eða farið ofan á.
Við þökkum Foreldrafélagi Kerhólsskóla kærlega fyrir góða gjöf.
Sigga og Aga tóku á móti gjöfinni hjá Aniku.
Comments