Fagnaðarfundur þegar allir mættu aftur í skólann

May 4, 2020

Á miðnætti aðfaranótt 4. maí tóku gildi nýjar reglur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum. Fjöldamörk hafa verið hækkuð úr 20 í 50 manns, takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum hafa verið felldar niður og sömuleiðis vegna íþróttaiðkunar og æskulýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri. Áfram gildir reglan um tveggja metra nálægðartakmörk hjá fullorðnum og gæta þarf að hreinlæti og sóttvörnum líkt og áður.

 

Fagnaðarfundir voru á meðal nemenda og starfsmanna Kerhólsskóla þegar allir hittust á ný í morgun eftir nokkra vikna hlé þvi hópnum var skipt upp vegna kórónuveirunnar. Eftir ljúffengan hádegismat var öllum boðið upp á ís til að fagna  því að allir eru komnir á saman á ný.

 

Á meðfylgjandi mynd eru elstu nemendur skólans kátir og hressir eins og alltaf með sína ísa.

 

 

Please reload

Nýlegar fréttir
Please reload

Mánuðir 
Please reload

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 801 Selfoss