Hundahópur og 1. bekkur sóttu jólatré á Snæfoksstaði 17. desember
Hundahópur leikskóladeildar og 1. bekkur fóru á Snæfoksstaði og völdu jólatré fyrir skólann í gær þriðjudaginn 17. desember. Allir höfðu sína skoðun á tré sem ætti að velja en sem betur fer komust allir að samkomulagi fyrir rest og völdu stórt og fallegt tré sem við munum dansa í kring um á morgun 19. des á jólaballinu. Jólaballið hefst kl 13:30 í Félagsheimilinu á Borg og allir eru velkomnir.
Jólasveinar munu kíkja við og dansa og syngja með okkur.
Fyrir hönd Kerhólsskóla
Veiga Dögg