Lestrarátak Ævars vísindamanns

March 27, 2019

 

Sæl veriði öll sömul.

 

Búið er að draga í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og ljóst er að met var slegið í lestri bóka þetta árið. Samtals lásu íslenskir krakkar 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Þetta þýðir að á fimm árum hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur í lestrarátökum Ævars vísindamanns!Sæl veriði öll sömul. Búið er að draga í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og ljóst er að met var slegið í lestri bóka þetta árið. Samtals lásu íslenskir krakkar 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Þetta þýðir að á fimm árum hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur í lestrarátökum Ævars vísindamanns!

 

Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu eitt foreldri og fimm krakka úr lestrarmiðapottinum  við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni, Grófinni. Úr okkar skóla var einn nemandi dreginn : 

 

Ísold A Guðmundsdóttir, 6. bekk í Kerhólsskóla

 

Þá var dreginn út einn nemandi í hverjum skóla sem tók þátt og mun hann/hún fá áritað eintak af bókinni þegar hún kemur út. Í okkar skóla var það hann :

 

Andri Fannar Smárason í 1. bekk í Kerhólsskóla

 

Við viljum óska þeim innilega til hamingju með þetta. 

Fyrir hönd Kerhólsskóla 

Veiga Dögg Magnúsdóttir

Please reload

Nýlegar fréttir

April 8, 2020

March 17, 2020

Please reload

Mánuðir 
Please reload

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 801 Selfoss