Stóra upplestrarhátíðin
Íris Gunnarsdóttir • 8. maí 2025

Stóra upplestrarhátíðin
Innanskólakeppni í Stóru upplestrarhátíðinni fór fram um daginn. Nemendur í 7. bekk tóku þátt og heppnaðist hún mjög vel.
Dómarar voru Anna Margrét Sigurðardóttir, Hallbjörn V. Fríðhólm Rúnarsson og Ragna Björnsdóttir.

Stóra upplestrarhátíðin verður miðvikudaginn 14. maí kl. 13-15 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum, þar keppa skólar uppsveitanna sín á milli.
Andri Fannar Smárason og Heiðbjört Anna Árnadóttir munu keppa fyrir hönd Kerhólsskóla og Harpa Jakobsdóttir er varamaður.










