Skólahreysti
Íris Gunnarsdóttir • 8. maí 2025

Skólahreystislið Bláskógaskóla og Kerhólsskóla
Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Keppt er í upphífingum, dýfum, armbeygjum, hreystigreipi og hraðaþraut.
Kerhólsskóli og Bláskógaskóli kepptu í gær í Skólahreysti með sameiginlegt lið eins og í fyrra.
Frá Kerhólsskóla voru þau Hrafnhildur Sigurðardóttir og Cheikh Abdou Kadre Diop í hraðaþraut og Kjartan Guðjónsson Beacker í upphífingum og dýfum. Frá Bláskógaskóla voru Freydís í armbeygjum og hreystigreypi og Lovísa og Kári varamenn fyrir liðið.
Keppendur stóðu sig mjög vel, að keppni lokinni fóru nemendur unglingadeildar í báðum skólunum og borðuðu pítsur saman.










