Jólaútinám í yndisskóginum
Guðrún Ása Kristleifsdóttir • 11. desember 2025

Gleði og gaman
Í útinámstíma vikunnar undirbjuggu nemendur á unglingastigi ratleik í Yndisskógi fyrir aðra nemendur skólans. Yngri nemendur fóru á milli stöðvar, gerðu verkefni og unnu sér inn verðlaun sem voru svo sett saman í bálskýlinu. Verðlaunin voru það sem þarf til að gera heitt kakó og svo mandarínur sem nemendur og starfsfólk gæddu sér í lok leiks.









