First LEGO league

Þátttaka Kraftbolta í FIRST LEGO League 2025
Þann 8. nóvember síðast liðinn fór fram tuttugsta FIRST LEGO League keppnin í Háskólabíó. Þar mætti til leiks liðið Kraftboltar frá Kerhólsskóla. Þetta er í fjórða skiptið sem nemendur úr Kerhólsskóla taka þátt. Að þessu sinni var hópurinn skipaður nemendum í 8. bekk.
FIRST LEGO League keppninni er ætlað að vekja áhuga á uppgötvunum, vísindum og tækni og um leið efla færni og lausnamiðaða hugsun hjá grunnskólanemendum.
Keppning byggir á spennandi verkefnum sem stuðla að nýsköpun, byggja upp sjálfstraust og efla samvinnu- og samskiptahæfni.
Á hverju ári er unnið út frá þema sem felur í sér áskoranir sem sóttar eru í Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þemað í ár var „Uppgröftur“ og tengdust verkefnin því fornleifafræði, menningu og sögu.
Veitt eru verðlaun fyrir fjóra ólíka þætti; þrautalausnir á keppnisborði þar sem þjarkar leysa þrautirnar, nýsköpunarverkefni, hönnun og forritun og fyrir góða liðsheild þar sem teymisvinna og þátttaka alls liðsins er metin í öllum verkefnum keppninnar.
Kraftboltar stóðu sig með miklum sóma, kynntu nýsköpunarverkefnið sitt Finn sem er aðstoðarmenni fyrir fornleifafræðinga og keyrðu þjarkinn sinn af miklu kappi. Liðið sýndi frábæra teymisvinnu þar sem allir lögðu sitt að mörkum og uppskáru önnur verðlaun fyrir liðsheild.










