Árshátíð Kerhólsskóla
Guðrún Ása Kristleifsdóttir • 21. nóvember 2025

Vel heppnuð árshátíð
Árshátíð skólans fór fram síðastliðin þriðjudag og var sýningin að hluta til afrakstur þemavinnu tengdri hafinu sem hefur farið fram í allt haust. Nemendur sýndu dans, fluttu ljóð og sungu á sviðinu og svo var sýning á verkum nemenda í skólanum.
Að sýningu lokinni voru svo veitingar í boði foreldrafélagsins.










