Vetrarvísur -Frost er úti
Frost er úti fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu' í nefið þitt því nú er frosið allt.
En ef þú bíður augnablik ég ætla' að flýta mér
og biðja' hana mömmu mína um mylsnu handa þér.

Fréttir og viðburðir 

February 13, 2020

Góðan daginn. 

Vetrarfrí grunnskólans er næstkomandi mánudag og þriðjudag. Eins og síðustu ár hefur Gerður skipulagt fjölskylduskemmtun þessa daga. Endilega skoðið viðhengið til þess að fá frekari upplýsingar. 

Fyrir hönd Kerhólsskóla 

Veiga Dögg og Gerður

February 7, 2020

Leikskóladeild hélt upp á Dag leikskólans fimmtudaginn 6. febrúar með því að bjóða bekkjum grunnskólans, sveitarstjórn og starfsfólkinu á skrifstofu Grímsnes og Grafningshrepps  i heimsókn.  Flæði var í gangi þar sem að hægt var að fylgjast með og taka þátt með börnunu...

February 6, 2020

Starfsmenn skólans sóttu vel heppnað upplýsingatækninámskeið í skólanum síðdegis 4. febrúar. Leiðbeinandi var Álfhildur Leifsdóttir, kennari við Ársskóla á Sauðárkróki. Yfirskrift námskeiðsins var „Tækni í kennslu, ávinningur og áskoranir“. Álfhildur koma víða við í er...

February 4, 2020

Starfsmenn leikskóladeildar brugðu sér til Reykjavíkur á starfsdegi skólans 3. febrúar og heimsóttu þar leikskólann Rauðhól, sem vinnur eftir hugmyndafræðinni um flæði. Heimsóknin tókst einstaklega vel og var fróðleg og skemmtileg. Rauðhóll er 10 deilda leikskóli með p...

January 30, 2020

Starfsmenn skólans sóttu fjögurra klukkustunda skyndihjálparnámskeið í skólanum síðdegis Miðvikudaginn 29. janúar þar sem fjallað var um helstu þætti skyndihjálpar. Kennari á námskeiðinu var Anna Margrét Magnúsdóttir, skyndihjálparleiðbeindandi og hjúkrunarfræðingur. U...

January 27, 2020

Nemendur og starfsmenn skólans héldu upp á bóndadaginn föstudaginn 24. janúar saman. Margir mættu í lopapeysum í skólann og svo var spiluð félagsvist og þorralög sungin. Hápunktur dagsins var þorramaturinn í hádeginu þar sem boðið var upp á glæsilegt hlaðborð en þar va...

January 13, 2020

Smiðjudagar voru haldnir í Kerhólsskóla dagana 9. og 10. janúar en þá bauð Kerhólsskóli nemendum í 8. til 10. bekk úr Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni í heimsókn til sín. Alls tóku 43 nemendur skólanna þriggja þátt í dögunum, sem tókust í alla staði frábærlega,...

January 9, 2020

Um leið og starfsmenn og nemendur skólans óska öllum gleðilegs nýs árs þá hlakka allir til ársins 2020 í námi, starfi og leik. Skólinn hófst á nýju ári 3. janúar síðastliðinn. Nemendur leik- og grunnskóladeildar komu hressir í skólann eftir gott jólafrí. Sömu sögu er a...

December 18, 2019

Hundahópur leikskóladeildar og 1. bekkur fóru á Snæfoksstaði og völdu jólatré fyrir skólann í gær þriðjudaginn 17. desember. Allir höfðu sína skoðun á tré sem ætti að velja en sem betur fer komust allir að samkomulagi fyrir rest og völdu stórt og fallegt tré sem við mu...

Please reload

Gleði-Jákvæðni-Virðing

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 801 Selfoss