
18:15
Opinn skólaráðsfundur og aðalfundur Foreldrafélags Kerhólsskóla verða haldnir í Félagsheimilinu á Borg miðvikudagskvöldið 24. september. Foreldrum er boðið í súpu kl. 18.15, Opinn skólaráðsfundurinn hefst kl. 18.30 og að lokum Aðalfundur Foreldrafélags sem við gerum ráð fyrir að hefjist kl. 19.15 Á dagskrá skólaráðsfundarins eru; kynning á skólastarfinu í vetur, kynning á innramatsskýrslu síðasta vetrar og umbætur tengdar henni, kynning á teams umhverfi fyrir nemendur og svo að lokum kynning á verkefninu snemmbær íhlutun í leikskólanum. Á dagskrá aðalfundarins foreldrafélagsins eru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal kosning nýrra fulltrúa í stjórn. Við hvetjum forráðamenn til að fjölmenna á aðalfundinn. Gott samstarf og samráð á milli foreldra og skóla er mjög mikilvægt fyrir velferð nemenda og gefur þátttaka forráðamanna aukið tækifæri til að hafa áhrif á skólastarfið og kynnast því betur. Sjáumst á fundunum, Stjórn Foreldrafélags Kerhólsskóla Stjórnendur Kerhólsskóla