Farsæld barna
Farsældarlögin
Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi.
Ný lög tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verð ekki send á eigin ábyrgð á milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana.
Á heimasíðunni
farsældbarna.is er hægt að lesa sér til um lögin.
Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar.
Hlutverk tengiliðar farsældar er:
• að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi.
• að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
• að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
• að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
• að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
• að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra.
• að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.
Tengiliður farsældar í Kerhólsskóla er
Ragnheiður Jónsdóttir.