Grænfánaþemað þetta tímabil er orka
Guðrún Ása Kristleifsdóttir • 16. desember 2025

Nemendur kusu um nýtt þema
Skólinn fékk afhentan nýjan grænfána síðastliðið vor og því var komið að því að velja nýtt þema þetta haustið. Nemendur hafa nú kosið um þemað og fyrir valinu varð orka.
Nú fer af stað vinna í öllum bekkjum við að meta stöðuna hjá okkur og gera svo aðgerðaráætlun um það hvernig við vinnum að nýja þemanu.
Upplýsingar um grænfánaverkfnið má finna á heimsíðu verkefnisins graenfaninn.is









