Bamba gróðurhús að gjöf

Guðrún Ása Kristleifsdóttir • 3. desember 2025

Styrkur frá Krónunni

Í haust fékk Kerhólsskóli styrk frá Krónunni til að kaupa Bambahús (gróðurhús). Húsið var sett upp við skólann núna í vikunni og nemendur og starfsfólk fögnuðu því í útinámstíma með því að koma saman, syngja tvö lög og klippa á borða áður en allir fengu að skoða húsið að innan.

Það hefur lengi verið talað um að fá gróðurhús við skólann þannig að það má segja að langþráður draumur hafi ræst með þessum styrk.

Kerhólsskóli leggur áherslu á útikennslu og heilsueflingu í sínu námi, bæði á leik- og grunnskólastigi, þannig að húsið er tilvalin viðbót í það nám. 

Það verður spennandi að sjá hvað verður ræktað fyrst í húsinu.

Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 28. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 24. nóvember 2025
Handbók leikskóladeildar Kerhólsskóla um snemmtæka íhlutun í málþroska og læsi
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 21. nóvember 2025
Vel heppnuð árshátíð
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 12. nóvember 2025
Þátttaka Kraftbolta í FIRST LEGO League 2025
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 11. nóvember 2025
Staðið gegn einelti
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 4. nóvember 2025
7. bekkur prófar gönguskíðin
Eftir Íris Gunnarsdóttir 24. september 2025
Öll sem eitt
Eftir Íris Gunnarsdóttir 16. september 2025
Aðalfundur foreldrafélagsins og opinn skólaráðsfundur
Eftir Íris Gunnarsdóttir 12. september 2025
Ævintýraleg fjöruferð - "Flæði" og fjara
Eftir Íris Gunnarsdóttir 10. júní 2025
Skráningardagar
Sýna meira