Bamba gróðurhús að gjöf
Guðrún Ása Kristleifsdóttir • 3. desember 2025
Styrkur frá Krónunni
Í haust fékk Kerhólsskóli styrk frá Krónunni til að kaupa Bambahús (gróðurhús). Húsið var sett upp við skólann núna í vikunni og nemendur og starfsfólk fögnuðu því í útinámstíma með því að koma saman, syngja tvö lög og klippa á borða áður en allir fengu að skoða húsið að innan.
Það hefur lengi verið talað um að fá gróðurhús við skólann þannig að það má segja að langþráður draumur hafi ræst með þessum styrk.
Kerhólsskóli leggur áherslu á útikennslu og heilsueflingu í sínu námi, bæði á leik- og grunnskólastigi, þannig að húsið er tilvalin viðbót í það nám.
Það verður spennandi að sjá hvað verður ræktað fyrst í húsinu.










