Árleg jólahurðaskreyting í Kerhólsskóla
Guðrún Ása Kristleifsdóttir • 8. desember 2025

Margar flottar hurðir í skólanum
Árleg jólahurðakeppni skólans fór fram í síðustu viku og kepptust nemendur og starfsfólk við að skreyta hurðarnar sínar til að vekja gleði þeirra sem ganga um skólann og koma öllum í jólaskap. Að keppni lokinnni gekk dómnefnd um skólann og viðurkenningar í ýmsum flokkum voru veittar fyrir hurðarnar. Í lok dags er það þó vinnan við hurðarnar og allar þessar skemmtilegu og fallegu hurðar sem prýða skólann sem skipta mestu máli.









