Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Íris Gunnarsdóttir • 30. apríl 2025

Fulltrúar Kerhólsskóla
Nemendur miðstigs hafa lagt stund á nýsköpunarmennt í vetur og sendu nokkrar flottar hugmyndir inn í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Alls bárust keppninni 600 umsóknir víðsvegar af landinu og úr þeim voru valdar 24 hugmyndir sem komast í lokakeppnina núna í maí. Við í Kerhólsskóla eigum tvær hugmyndir þar á meðal og erum ótrúlega stolt af flotta uppfinningafólkinu okkar!
Harpa Jakobsdóttir og Helgi Valur Jónsson munu keppa með ferðabúr fyrir hunda, ,,Incredabúr“, sem eykur öryggi hunda í bílum til muna.
Tinna Sif Þorkelsdóttir og Þórhildur Salka Jónsdóttir keppa svo með kafbátinn Trolla sem er hannaður til að tína upp fjölbreytt rusl af hafsbotni.
Við hlökkum til að fylgjast með þessum frábæru krökkum á nýjum og spennandi vettvangi.










