Sinfóníuhljómsveit Suðurlands

Öll sem eitt
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands héldu skólatónleika fyrir nemendur Uppsveita í 1.-4. bekk. Tónleikarnir fóru fram í Félagsheimilinu á Borg og komu nemendur úr Bláskógaskóla, Reykholtsskóla, Flúðaskóla og Þjórsárskóla ásamt nemendum úr Kerhólsskóla.
Yfirskrift tónleikanna var "Öll sem eitt" og vísar til mikilvægi þess að við sýnum samkennd og umburðarlyndi. Tónleikagestir áttu að velta fyrir sér hvernig við getum gert heiminn betri og hvernig við eflum vináttu og skilning milli fólks.
Gunnar Helgason og Felix Bergsson fluttu lög með Sinfóníuhljómsveitinni og vöktu mikla lukku.
Nemendur voru virkir þátttakendur í tónlistarflutningnum og sungu með hljómsveitinni lög sem þau voru búin að æfa í skólunum.
Nemendurnir stóðu sig virkilega vel og fengu sérstakt hrós frá flytjendum eftir tónleikana.
