Aðalfundur foreldrafélagsins og opinn skólaráðsfundur

Íris Gunnarsdóttir • 16. september 2025

Aðalfundur foreldrafélagsins og opinn skólaráðsfundur

Opinn skólaráðsfundur og aðalfundur Foreldrafélags Kerhólsskóla verða haldnir í Félagsheimilinu á Borg miðvikudagskvöldið 24. september.


Foreldrum er boðið í súpu kl. 18.15, Opinn skólaráðsfundurinn hefst kl. 18.30 og að lokum aðalfundur Foreldrafélags sem við gerum ráð fyrir að hefjist kl. 19.15


Á dagskrá skólaráðsfundarins eru; kynning á skólastarfinu í vetur, kynning á innramatsskýrslu síðasta vetrar og umbætur tengdar henni, kynning á teams umhverfi fyrir nemendur og svo að lokum kynning á verkefninu snemmbær íhlutun í leikskólanum. 


Á dagskrá aðalfundarins foreldrafélagsins eru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal kosning nýrra fulltrúa í stjórn.


Við hvetjum forráðamenn til að fjölmenna á aðalfundinn. Gott samstarf og samráð á milli foreldra og skóla er mjög mikilvægt fyrir velferð nemenda og gefur þátttaka forráðamanna aukið tækifæri til að hafa áhrif á skólastarfið og kynnast því betur.


Sjáumst á fundunum,
Stjórn Foreldrafélags Kerhólsskóla
Stjórnendur Kerhólsskóla

Eftir Íris Gunnarsdóttir 10. júní 2025
Skráningardagar
Eftir Íris Gunnarsdóttir 27. maí 2025
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG)
Eftir Íris Gunnarsdóttir 16. maí 2025
Stóra upplestrarkeppnin í skólum Árnesþings
Eftir Íris Gunnarsdóttir 8. maí 2025
Stóra upplestrarhátíðin
Eftir Íris Gunnarsdóttir 8. maí 2025
Skólahreystislið Bláskógaskóla og Kerhólsskóla
Eftir Íris Gunnarsdóttir 30. apríl 2025
Fulltrúar Kerhólsskóla
Eftir Íris Gunnarsdóttir 26. mars 2025
Fjáröflun fyrir unglingastig Kerhólsskóla
Eftir Íris Gunnarsdóttir 4. mars 2025
Ný heimasíða í loftið
Eftir Íris Gunnarsdóttir 17. febrúar 2025
Nemendaþing í Kerhólsskóla
Eftir Íris Gunnarsdóttir 5. febrúar 2025
Kerhólsskóli verður LOKAÐUR á morgun 6. febrúar 2025 vegna óveðurs. Hér fyrir neðan er tilkynning frá sveitarstjóra. "Appelsínugular og rauðar viðvarandi hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á Suðurlandi á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Viðvaranir taka gildi kl. 06:00 og falla úr gildi kl. 13:00. Þá hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun. Af þeim sökum verður röskun verður röskun á starfsemi í Grímsnes- og Grafningshrepp sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar: Kerhólsskóli (leik- og grunnskóli) og frístund verða lokuð allan daginn. Íþróttahús og sundlaug verða lokuð. Skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verður lokuð. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Hringja skal í 112 ef þörf er á aðstoð." Skólinn opnar aftur, samkvæmt stundaskrá, föstudaginn 7. febrúar.
Sýna meira