Aðalfundur foreldrafélagsins og opinn skólaráðsfundur

Íris Gunnarsdóttir • 16. september 2025

Aðalfundur foreldrafélagsins og opinn skólaráðsfundur

Opinn skólaráðsfundur og aðalfundur Foreldrafélags Kerhólsskóla verða haldnir í Félagsheimilinu á Borg miðvikudagskvöldið 24. september.


Foreldrum er boðið í súpu kl. 18.15, Opinn skólaráðsfundurinn hefst kl. 18.30 og að lokum aðalfundur Foreldrafélags sem við gerum ráð fyrir að hefjist kl. 19.15


Á dagskrá skólaráðsfundarins eru; kynning á skólastarfinu í vetur, kynning á innramatsskýrslu síðasta vetrar og umbætur tengdar henni, kynning á teams umhverfi fyrir nemendur og svo að lokum kynning á verkefninu snemmbær íhlutun í leikskólanum. 


Á dagskrá aðalfundarins foreldrafélagsins eru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal kosning nýrra fulltrúa í stjórn.


Við hvetjum forráðamenn til að fjölmenna á aðalfundinn. Gott samstarf og samráð á milli foreldra og skóla er mjög mikilvægt fyrir velferð nemenda og gefur þátttaka forráðamanna aukið tækifæri til að hafa áhrif á skólastarfið og kynnast því betur.


Sjáumst á fundunum,
Stjórn Foreldrafélags Kerhólsskóla
Stjórnendur Kerhólsskóla

Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 16. desember 2025
Nemendur kusu um nýtt þema
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 11. desember 2025
Gleði og gaman
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 8. desember 2025
Margar flottar hurðir í skólanum
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 3. desember 2025
Styrkur frá Krónunni
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 28. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 24. nóvember 2025
Handbók leikskóladeildar Kerhólsskóla um snemmtæka íhlutun í málþroska og læsi
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 21. nóvember 2025
Vel heppnuð árshátíð
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 12. nóvember 2025
Þátttaka Kraftbolta í FIRST LEGO League 2025
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 11. nóvember 2025
Staðið gegn einelti
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 4. nóvember 2025
7. bekkur prófar gönguskíðin
Sýna meira