Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Íris Gunnarsdóttir • 27. maí 2025

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG)

NKG er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. - 7. bekk á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Undirbúningur fyrir keppnina fer fram í skólum landsins þar sem nemendur þróa verkefni frá hugmyndum til veruleika.

Tilgangur og markmið NKG

  • Virkja sköpunarkraft barna í landinu
  • Gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir
  • Efla og þroska frumkvæði þátttakenda í NKG og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra
  • Efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi

24 nýsköpunarhugmyndir komust í úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2025 en alls bárust yfir 600 hugmyndir víðs vegar að af landinu. Þeir nemendur sem komust í úrslit tóku þátt í vinnustofum þar sem þeir fengu leiðsögn frá kennurum og nemendum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem JCI hélt ræðunámskeið til að undirbúa kynningu á hugmyndunum.

Nemendur Kerhólsskóla áttu tvær hugmyndir í úrslitunum.

Harpa Jakobsdóttir og Helgi Valur Jónsson komust í úrslit með Incredabúr sem er ferðabúr fyrir hunda sem eykur öryggi þeirra í bílum í tilfelli bílveltna og ofhitnunar.

Tinna Sif Þorkelsdóttir og Þórhildur Salka Jónsdóttir komust í úrslit með kafbátinn Trolla sem er hannaður til að týna upp fjölbreytt rusl af hafsbotni.

Harpa og Helgi Valur hlutu tæknibikar Pauls Jóhannssonar með hugmynd sína Incredabúr.

Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 11. desember 2025
Gleði og gaman
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 8. desember 2025
Margar flottar hurðir í skólanum
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 3. desember 2025
Styrkur frá Krónunni
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 28. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 24. nóvember 2025
Handbók leikskóladeildar Kerhólsskóla um snemmtæka íhlutun í málþroska og læsi
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 21. nóvember 2025
Vel heppnuð árshátíð
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 12. nóvember 2025
Þátttaka Kraftbolta í FIRST LEGO League 2025
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 11. nóvember 2025
Staðið gegn einelti
Eftir Guðrún Ása Kristleifsdóttir 4. nóvember 2025
7. bekkur prófar gönguskíðin
Eftir Íris Gunnarsdóttir 24. september 2025
Öll sem eitt
Sýna meira