Breytingar á leikskólakerfi í Kerhólsskóla skólaárið 2025-2026

Íris Gunnarsdóttir • 10. júní 2025

Skráningardagar

Undanfarin ár hefur leikskólakerfið staðið frammi fyrir vanda sem felur í sér fækkun á faglærðu starfsfólki, aukinn frítökurétt og styttingu vinnuvikunnar. Þessi vandi bitnar á faglegu starfi og starfsþróun leikskólans og undarnfarin skólaár höfum við verið alltof oft á mörkum þess að virkja fáliðunaráætlunina hjá okkur sem hefur það í för með sér að börn þurfa að fara heim með litlum fyrirvara sem getur komið foreldrum mjög illa.


Eins og staðan hefur verið hjá okkur hefur alltaf vantað einn starfsmann á hverjum degi vegna styttingar vinnuvikunnar og ef veikindi bætast ofan á leiðir það til þess að álagið eykst á þá sem eftir eru sem getur leitt til lengri veikinda og viljum við reyna að sporna við því.


Því hefur verið ákveðið að á næsta skólaári verða breytingar á leikskólakerfinu þessar:

Lokað verður í jólafríinu 22. desember, 23. desember, 29. desember og 30. desember. Það eru 4 dagar og gjöldin verða felld niður þessa daga og þeir nýttir sem styttingardagar fyrir starfsfólk. Lokað hefur verið í jólafríinu síðustu tvö ár þar sem ekki hefur verið nægur fjöldi barna skráður í leikskólann.


Skráningardagar verða í vetrarfríum og dymbilviku. Núna mun 20% barna þurfa að vera skráð í leikskólann svo hann haldist opinn á þessum dögum en ekki 3 börn eins og hefur verið.


Gjöldin verða felld niður ef börnin skrá sig ekki þessa daga.


Sumarfríð verður 6 vikur. Við lokum 27. júní kl. 14:00 og opnum aftur 11. ágúst kl. 10:00.


Leikskólinn mun loka alla föstudaga klukkan 14:00. Leikskólagjöldin munu því lækka um þessa tvo tíma á viku.


Þessar breytingar voru samþykktar af sveitarstjórn miðvikudaginn 7.maí og vonum við að þetta munu skila betri vinnumhverfi og auknu faglegu starfi sem mun skila sér í aukinni vellíðan barnanna sem er mikilvægast.


Skóladagatalið fyrir leikskólann fylgir í viðhengi.


Með von um skilning, vinsemd og virðingu.

Sigrún og Sigga.

Eftir Íris Gunnarsdóttir 24. september 2025
Öll sem eitt
Eftir Íris Gunnarsdóttir 16. september 2025
Aðalfundur foreldrafélagsins og opinn skólaráðsfundur
Eftir Íris Gunnarsdóttir 12. september 2025
Ævintýraleg fjöruferð - "Flæði" og fjara
Eftir Íris Gunnarsdóttir 27. maí 2025
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG)
Eftir Íris Gunnarsdóttir 16. maí 2025
Stóra upplestrarkeppnin í skólum Árnesþings
Eftir Íris Gunnarsdóttir 8. maí 2025
Stóra upplestrarhátíðin
Eftir Íris Gunnarsdóttir 8. maí 2025
Skólahreystislið Bláskógaskóla og Kerhólsskóla
Eftir Íris Gunnarsdóttir 30. apríl 2025
Fulltrúar Kerhólsskóla
Eftir Íris Gunnarsdóttir 26. mars 2025
Fjáröflun fyrir unglingastig Kerhólsskóla
Eftir Íris Gunnarsdóttir 4. mars 2025
Ný heimasíða í loftið
Sýna meira