Gjöf frá Kvenfélagi Grímsneshrepps
Íris Gunnarsdóttir • 4. febrúar 2025

Kvenfélag Grímsneshrepps gaf Kerhólsskóla gjöf í morgun.
Kvenfélagskonurnar Sigríður Björnsdóttir, Sandra Gunnarsdóttir formaður og María Hilmarsdóttir stjórnarkona afhentu unglingastigi gjöfina í valtímanum Hönnun og sköpun.

Gjöfin er Cricut-skeri, pressur, verkfæri og vínilrúllur af ýmsum gerðum. Gjöfin mun nýtast vel í list- og verkgreinakennslu því Cricut sker meðal annars vínylfilmur, textílefni, leður, pappír og basalvið. Einnig teiknar hann, skrifar og býr til brotalínur fyrir t.d. origami og kort.
Við í Kerhólsskóla þökkum Kvenfélagi Grímsneshrepp kærlega fyrir rausnarlega gjöf sem mun nýtast okkur vel.










