7. bekkur keppir í First Lego League um helgina
Íris Gunnarsdóttir • 15. nóvember 2024

Nemendur 7. bekkjar ásamt Rögnu keppa í First Lego League Ísland 2024 16. nóvember í Háskólabíó.
First Lego League keppnin miðar að því að vekja áhuga á uppgötvunum, vísindum og tækni og um leið efla færni og lausnamiðaða hugsun hjá grunnskólanemendum á aldrinum 10-16 ára.
Þema ársins 2024 er "NEÐANSJÁVAR" þar sem liðin nota skapandi hugsun og vísindi til að kanna lög hafsins og koma hugmyndum sínum og lærdómi upp á yfirborðið.
Lið Kerhólsskóla heitir Kraftboltar
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með keppninni annað hvort í Háskólabíó eða í gegnum hlekkinn á streymi:
https://vimeo.com/event/4717869/embed/4f4dd36ad9









Eftir Íris Gunnarsdóttir
•
5. febrúar 2025
Kerhólsskóli verður LOKAÐUR á morgun 6. febrúar 2025 vegna óveðurs. Hér fyrir neðan er tilkynning frá sveitarstjóra. "Appelsínugular og rauðar viðvarandi hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á Suðurlandi á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Viðvaranir taka gildi kl. 06:00 og falla úr gildi kl. 13:00. Þá hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun. Af þeim sökum verður röskun verður röskun á starfsemi í Grímsnes- og Grafningshrepp sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar: Kerhólsskóli (leik- og grunnskóli) og frístund verða lokuð allan daginn. Íþróttahús og sundlaug verða lokuð. Skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verður lokuð. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Hringja skal í 112 ef þörf er á aðstoð." Skólinn opnar aftur, samkvæmt stundaskrá, föstudaginn 7. febrúar.

Eftir Íris Gunnarsdóttir
•
12. nóvember 2024
Árshátíð Kerhólsskóla verður fimmtudaginn 12. nóv. nk. og undirbúningur fyrir hana er í fullum gangi. Nemendur grunnskólans ásamt elsta árgangi leikskólans sýna Emil í Kattholti. Generalprufa verður á morgun og er leikskóladeildinni og íbúum Sólheima boðið. Hér eru nokkrar myndir frá æfingunni í dag
Eftir Íris Gunnarsdóttir
•
11. nóvember 2024
Dagur gegn einelti er 8. nóvember og Kerhólsskóli sýndi samstöðu gegn einelti. Markmið dagsins er að skapa umræðu og veita fræðslu til þess að vinna gegn einelti. Þannig er stuðlað að jákvæðum samskiptum og vinátta efld. Að því tilefni útbjuggu nemendur leik- og grunnskóla Kerhólsskóla hjarta með jákvæðum setningum. Að því loknu fóru allir út á torgið fyrir framan skólann og mynduðu mannlegt hjarta. Skólabjallan var látin ganga á milli og hver og einn hringdi bjöllunni. Það var til marks um það að viðkomandi ætlar að koma fallega fram við alla, bæði börn og fullorðna. Samskiptateymi Kerhólsskóla