7. bekkur keppir í First Lego League um helgina
Íris Gunnarsdóttir • 15. nóvember 2024

Nemendur 7. bekkjar ásamt Rögnu keppa í First Lego League Ísland 2024 16. nóvember í Háskólabíó.
First Lego League keppnin miðar að því að vekja áhuga á uppgötvunum, vísindum og tækni og um leið efla færni og lausnamiðaða hugsun hjá grunnskólanemendum á aldrinum 10-16 ára.
Þema ársins 2024 er "NEÐANSJÁVAR" þar sem liðin nota skapandi hugsun og vísindi til að kanna lög hafsins og koma hugmyndum sínum og lærdómi upp á yfirborðið.
Lið Kerhólsskóla heitir Kraftboltar
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með keppninni annað hvort í Háskólabíó eða í gegnum hlekkinn á streymi:
https://vimeo.com/event/4717869/embed/4f4dd36ad9









Eftir Íris Gunnarsdóttir
•
5. febrúar 2025
Kerhólsskóli verður LOKAÐUR á morgun 6. febrúar 2025 vegna óveðurs. Hér fyrir neðan er tilkynning frá sveitarstjóra. "Appelsínugular og rauðar viðvarandi hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á Suðurlandi á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Viðvaranir taka gildi kl. 06:00 og falla úr gildi kl. 13:00. Þá hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun. Af þeim sökum verður röskun verður röskun á starfsemi í Grímsnes- og Grafningshrepp sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar: Kerhólsskóli (leik- og grunnskóli) og frístund verða lokuð allan daginn. Íþróttahús og sundlaug verða lokuð. Skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verður lokuð. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Hringja skal í 112 ef þörf er á aðstoð." Skólinn opnar aftur, samkvæmt stundaskrá, föstudaginn 7. febrúar.