Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps

Viðburðir

febrúar 2018
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
28. janúar 2018 29. janúar 2018 30. janúar 2018 31. janúar 2018 1. febrúar 2018 2. febrúar 2018 3. febrúar 2018
4. febrúar 2018 5. febrúar 2018 6. febrúar 2018 7. febrúar 2018 8. febrúar 2018 9. febrúar 2018 10. febrúar 2018
11. febrúar 2018 12. febrúar 2018 13. febrúar 2018 14. febrúar 2018 15. febrúar 2018 16. febrúar 2018 17. febrúar 2018
18. febrúar 2018 19. febrúar 2018 20. febrúar 2018 21. febrúar 2018 22. febrúar 2018 23. febrúar 2018 24. febrúar 2018
25. febrúar 2018 26. febrúar 2018 27. febrúar 2018 28. febrúar 2018 1. mars 2018 2. mars 2018 3. mars 2018

8. árgangur

 

    

Nemendur í 8. bekk eru 6 talsins, 1 strákur og 5 stelpur og eru þau saman í öllum greinum. Auk þess eru nemendur í samkennslu með nemendum í 5. og 7. bekk í útinámi einu sinni í viku, 40 mínútur í senn og er þá nemendafjöldinn 15 og tveir kennarar með hópnum.

Íslenskukennslan verður heildstæð þar sem nemendur nýta sér þekkingu sína og færni í öllum verkefnum sem þeir vinna. Stafsetning er kennd með ritun, skrift er hluti af verkefnaskilum og lestur tilheyrir öllum greinum svo einhver dæmi séu tekin. Íslenskan er að stórum hluta samþætt við aðrar námsgreinar, sérstaklega við landafræði og sögu. Lestur kemur víða við sögu og lestur námsbóka eykst hratt með hverjum bekk úr þessu. Lestrarstefna skólans leggur línurnar varðandi lestrarhraða og sérstakt kvittanahefti er bæði í skóla og heima sem kvittað skal í þegar nemandi les upphátt.

Tölvufærni er sömuleiðis stór þáttur sem kemur víða inn í nám nemenda og verkefnaskil. Auk þess verða tölvur notaðar í dönsku og reynt verður að nýta spjaldtölvu og farsíma tengt verkefnum í stærðfræði og dönsku.

Félagslega verður lögð áhersla á samvinnunám en skilgreina má það þannig:

„Við samvinnunám vinna nemendur í hópum og eru samábyrgir fyrir því að leysa viðfangsefni sín og geta í raun ekki lokið þeim nema allir leggi sinn skerf til vinnunnar. Þeir eru því í raun háðir vinnuframlagi hvers annars, rétt eins og iðulega gerist í daglegu lífi. Samvinnunám hefur ætíð félagsleg markmið ekki síður en fræðileg og fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að það skilar nemendum góðum árangri í námsgreinum og er ekki síður vel fallið til að kenna nemendum ýmsa félagslega færni s.s. samvinnu, tillitssemi, hjálpsemi, þolinmæði og getu til að leysa úr ágreiningi.“(Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson, 2000).

Samvinnunám er kennsluaðferð þar sem lögð er áhersla á félagsleg markmið nemenda og námslega þætti og hentar því vel til þess að auka samkennd og gagnkvæma ábyrgð í hópnum.Vinnubrögð verða þó blönduð því stundum henta einstaklingsverkefni betur og því verður reynt að hafa kennsluhætti sem fjölbreyttasta.

Félagsleg markmið sem lögð eru til grundvallar skipta miklu máli og eru metin með ýmsu móti jafnt og þétt yfir veturinn. Nemendur eru upplýstir um þá þætti sem sérstaklega er unnið með, sé úrbóta þörf.

Nemendum er kennt að flokka sorp og útinám er á stundatöflu einu sinni í viku. Þess utan er farið út þegar færi gefst og námsmarkmið bjóða upp á það.

 

Kennsluhættir og vinnulag
Valgreinar skipa veglegan sess í stundaskrá vetrarins þar sem leitast verður við að koma til móts við áhugasvið hvers og eins. Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Ætlast er til að í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla sé nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið. Tilgangurinn með auknu valfrelsi nemenda er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að hafa áhrif á eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra og forráðamenn, kennara og námsráðgjafa.

Inntak valnáms í 8, 9. og 10. bekk má fella í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi er um að ræða val sem miðar að skipulögðum undirbúningi fyrir nám á bóknámsbrautum framhaldsskóla. Í öðru lagi er val sem miðar að skipulögðum undirbúningi undir starfsmenntun, list- eða tækninám. Í þriðja lagi eiga nemendur að geta valið um viðfangsefni sem einkum miða að því að víkka sjóndeildarhring þeirra eða stuðla að lífsfyllingu.

Heimanám verður lagað að hverjum og einum og miðast við að nemendur ljúki verkefnum heima ef þeim hefur ekki tekist að klára þau verkefni sem lögð voru fyrir í tímanum. Foreldrar geta óskað eftir meira heimanámi ef þurfa þykir í samráði við kennara. Nemendur fá afhent lestrarkvittanahefti sem þeir skrá í allan lestur, a.m.k. 10 sinnum í mánuði til að ná settum markmiðum samkvæmt lestrarstefnu skólans. Lestrarheftið er tekið einu sinni í mánuði og farið yfir hvort nemandinn hafi náð settum markmiðum í lestri eftir mánuðinn eða hvort hann þarf að bæta sig. Í stærðfræði vinna nemendur samkvæmt vikuáætlun, það sem klárast ekki í skólanum þarf að vinna heima. Það getur verið að stundum bætist við annað heimanám í stærðfræði ef verið er að vinna með ný hugtök eða kennara finnst þörf á að efla skilning nemenda með því að vinna ítarefni. Búast má við að heimanám taki allt frá 10 til 40 mínútum hvern virkan dag en fer eftir því hversu vel nemendur nýta tímann sinn til vinnu í skólanum.
Stöku sinnum má búast við að nemendur þurfi að lesa heima í samfélagsfræði og náttúrugreinum.

 

Námsmat
Námsmat skal endurspegla kennsluhætti og þau verkefni sem unnin hafa verið og skal þannig vera leiðbeinandi. Við námsmat er lögð áhersla á fjölbreytni í matsþáttum. Fylgst er með daglegu starfi nemenda og metnir þættir eins og t.a.m. samvinna, virkni, viðhorf, vinnubrögð, umgengni, færni, kunnátta og leikni sem teknir eru saman í formi leiðsagnarmats. Einnig fer fram sjálfsmat og jafningjamat. Í sumum greinum eru ferilmöppur og kannanir notaðar til að greina námsframvindu eða kanna hvaða námsmarkmiðum nemandi hefur náð. Við annarskil er tekið saman það sem metið hefur verið yfir önnina og það nýtt til að gefa nemendum og foreldrum yfirlit yfir stöðu og námsframvindu nemandans.

Umsjónarkennari

Alice Petersen

Skólanám_námsgreinahl_2014-2015

Skólanámskrá- námsgreinahluti 2013- 2014

Sjá nánar hér Skólanámskra námsgreinahluti 2012 -2013

skólanámskrá Kerhólsskóla, 2011-2012