top of page
K E R H Ó L S S K Ó L I
Útinám
Útinám er fastur liður í stundatöflu elstu nemenda leikskóladeildar og allra í grunnskóladeild. Einu sinni í viku eru allir nemendur í útinámi. Útinám er hluti af þróunarverkefni sem hófst skólaárið 2015 – 2016. Útinámið byggir á námi í skóla, í vettvangsferðum og í skólanum, að þeim loknum. Námsmat fer fram jafnt og þétt og getur verið með ýmsu móti, tilgreint í námskrá hvers árgangs. Sjálfsagt er að safna gögnum sem markvissast til þess að góður verkefnabanki myndist svo vinna megi skipulega og markvisst að því að gera útinámið að virkum hluta af skólastarfi Kerhólsskóla.
bottom of page