Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps

Viðburðir

nóvember 2017
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
29. október 2017 30. október 2017 31. október 2017 1. nóvember 2017 2. nóvember 2017 3. nóvember 2017 4. nóvember 2017
5. nóvember 2017 6. nóvember 2017 7. nóvember 2017 8. nóvember 2017 9. nóvember 2017 10. nóvember 2017 11. nóvember 2017
12. nóvember 2017 13. nóvember 2017 14. nóvember 2017 15. nóvember 2017 16. nóvember 2017 17. nóvember 2017 18. nóvember 2017
19. nóvember 2017 20. nóvember 2017 21. nóvember 2017 22. nóvember 2017 23. nóvember 2017 24. nóvember 2017 25. nóvember 2017
26. nóvember 2017 27. nóvember 2017 28. nóvember 2017 29. nóvember 2017 30. nóvember 2017 1. desember 2017 2. desember 2017

Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi tengist umræðu um gæði í skólastarfi og er ein leið til umbóta í skólum.

Með grunnskólalögunum frá 1995 var mat á skólastarfi lögfest. Í 35. gr. nýrra grunnskólalaga er fjallað almennt um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs. Í 36. gr. er fjallað um innra mat skóla og þar kemur fram að hver grunnskóli eigi að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Þar segir að grunnskólar eigi að birta opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.

Í grunnskólalögum er sagt, að sveitarfélög eigi að sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. 

Skólum er í sjálfsvald sett hvaða aðferðum þeir beita við sjálfsmatið.

Menntamálaráðuneytið gerir áætlanir til þriggja ára um kannanir og úttektir sem miða að því að veita upplýsingar um framkvæmd laga þessara og aðalnámskrár grunnskóla og aðra þætti skólastarfs.

Menntamálaráðuneytið gaf út heftið Sjálfsmat skóla árið 1997. Þar kemur fram að tilgangurinn með sjálfsmati sé sá að miðla upplýsingum um skóla og stuðla að vexti og þróun innan þeirra. Í ritinu eru tilgreind þau atriði sem ráðuneytið telur mikilvæg sem viðmið fyrir úttekt á sjálfsmatsaðferðum.

Í sjálfsmati skal koma fram stefna og markmið skóla og skilgreining á leiðum til þess að ná þeim.  Sjálfsmat á að draga fram sterkar og veikar hliðar skólastarfsins. Megintilgangur sjálfsmatsins er að gera starfsfólki skóla auðveldara að vinna að framgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum. Þetta á jafnt við um markmið og áherslur í lögum, reglugerðum og aðalnámskrám og staðbundin markmið sem skólarnir setja fram í skólanámskrám. Um leið skapar sjálfsmat faglegan grundvöll fyrir umbætur. Með sjálfsmati fer fram víðtæk gagnaöflun um skólastarfið sem veitir upplýsingar um í hve miklum mæli árangur skólastarfsins er í samræmi við markmið.

 

Í skólanum er starfandi sjálfsmatsteymi skipað skólastjóra, fulltrúum starfsmanna, foreldra og nemenda. Sjálfsmatsáætlun Grunnskólans Ljósuborgar er til þriggja ára og hófst formlega haustið 2009. Skólaárið 2008 – 2009 var unnið að margvíslegum undirbúningi, s.s. kynningu á sjálfsmati í skólasamfélaginu, gerð sjálfsmatsáætlunar og matstækið Skólamat var keypt. Á heimasíðu skólans má finna sjálfsmatsáætlunina og áfangaskýrslur.

 

Sjálfsmatsáætlun 2009-2012