Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps

Viðburðir

febrúar 2018
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
28. janúar 2018 29. janúar 2018 30. janúar 2018 31. janúar 2018 1. febrúar 2018 2. febrúar 2018 3. febrúar 2018
4. febrúar 2018 5. febrúar 2018 6. febrúar 2018 7. febrúar 2018 8. febrúar 2018 9. febrúar 2018 10. febrúar 2018
11. febrúar 2018 12. febrúar 2018 13. febrúar 2018 14. febrúar 2018 15. febrúar 2018 16. febrúar 2018 17. febrúar 2018
18. febrúar 2018 19. febrúar 2018 20. febrúar 2018 21. febrúar 2018 22. febrúar 2018 23. febrúar 2018 24. febrúar 2018
25. febrúar 2018 26. febrúar 2018 27. febrúar 2018 28. febrúar 2018 1. mars 2018 2. mars 2018 3. mars 2018

Útinám

Veturinn 2009-2010 unnu starfsmenn að stefnumótun skólans fyrir útinám og settu saman í rit sem ber nafnið Útiskóli. Rit þetta má nálgast á heimasíðu skólans.

Þar er fjallað meðal annars um skólalóðina, útinámsvæðið okkar við skólann, fyrirhugaðan skólaskóg, skipulag vettvangsferða o.fl.

Við skólann er dásamlegur trjálundur sem sveitarstjórn gaf skólanum leyfi til að nýta til útináms og að búa til vinnuaðstöðu og námsumhverfi sem gefur tækifæri til fjölbreyttra náms- og kennsluhátta.  

Samþykkt sveitarstjórn frá 8. október 2009 er svohljóðandi:

Sveitarstjórn samþykkir þá hugmynd að komið verði upp útikennslusvæði við Grunnskólann Ljósuborg. Gert er ráð fyrir að það rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans. Þá verði athugað með möguleika á að koma upp svæði fyrir skólaskóg og matjurtargarð við frekari deiliskipulagsvinnu á Borg.  

Nú þegar hafa  nemendur og starfsmenn hafið vinnu við útinámskvæðið. Unnið hefur verið við stígagerð, sett kurl í þá, smíðað skýli og sett upp borð og bekkir. Efni í skýlið var fengið frá Snæfoksstöðum í samstarfi við Skógræktarfélag Árnesinga.

 

Skólalóðin sem stendur í hraunjaðri Borgarhóls er sannkallað kjörlendi til náms út undir beru lofti. Þar má rekja hraunjaðar frá löngu útdauðri eldstöð hringinn í kring um byggðina á sjálfum hólnum. Þar er að finna skógarlund (Skógræktarfélagsins) með algengum trjátegundum, mosa, hraungrýti og fjölmörgum jurtum úr Flóru Íslands að ógleymdri rjúpunni sem spígsporar í næsta nágrenni skólans og smáfuglanna á vorin. Auk þeirra tækifæra sem náttúrulegt umhverfi skólans bíður upp á með sínum brekkum , lundum og rjóðrum eru við skólann, grasvöllur, gervigrasvöllur, körfuvöllur, klifurgrindur af ýmsu tagi og  algeng leiktæki eins og rólur og fleira. Stéttarnar sem eru við inngang og á baklóð skólans eru kjörnar til mælinga ýmiss konar, leikja og uppsetninga lítilla leiksýninga svo eitthvað sé nefnt. Við  eldstæðið sem staðsett er í námundan við skýlið skapast tækifæri til náms í  heimilisfræði, ásamt  verk og listgreinum en skýlið nýtist bæði sem geymsla, skjól og námsstofa.

Vettvangsferðir

Í starfsáætlun okkar um Útiskólann er fjallað sérstaklega um markmið skólans varðandi vettvangsferðir. Þar eru tilgreindar mismunandi tegundir vettvangsferða og  hvernig heildarskipulag þeirra er hugsað.

Mikilvægt er að líta heildstætt á vettvangsferðaplan hvers árgangs þannig að heild myndist og allir nemendur fari áreiðanlega í þær ferðir sem þeim eru ætlaðar á þeim tíma sem það best hentar samkvæmt námskrá. 

Útiskólinn byggir á námi í skóla, í ferðinni sjálfri og að henni lokinni þegar komið er í skólann.  Námsmat fer fram jafnt og þétt og getur verið með ýmsu móti, tilgreint  í námskrá hvers árgangs.  Sjálfsagt er að safna gögnum sem markvissast til þess að góður verkefnabanki myndist svo vinna megi skipulega og markvisst að því að gera útiskólann að virkum hluta af skólastarfi Kerhólsskóla. 

Mismunandi tegundir vettvangsferða

Kerhólsskóli býr að því að vera afskaplega vel í sveit settur.  Í næsta nágrenni hans eru einar helstu náttúruperlur Íslands auk fjölmargra sögustaða.  Það er því hægur vandi að bregða sér af bæ eina dagstund eða svo og vitja liðins tíma eða komast í nánd við lífríkið. 

Eitt af markmiðum Kerhólsskóla er að nemendur skólans læri í náttúrunni um náttúruna, kynnist sögunni á söguslóðum og læri þar með að meta þá auðlegð sem þar býr betur og tengjast umhverfi sínu sterkari böndum.  Ein besta leiðin til þessa er að nýta þá gullkistu sem umhverfi okkar hér er.  Flokka má ferðirnar í fjóra flokka;

 

  1. Ferðir innan skólalóðar eða á staði sem eru í hjóla eða göngufæri frá grunnskólanum
  2. Stuttar ferðir þar sem akstur er þó nauðsynlegur , dagpartur.
  3. Dagsferðir
  4. Lengri ferðir þar sem dvalið er yfir nótt.